Aðalfundur Aftureldingar var haldinn í Hlégarði 27.apríl 2023. Helga Jóhannesdóttir var fundarstjóri, Hanna Björk Halldórsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson Íþróttafulltrúar Aftureldingar voru ritarar. Auk hefðbundinna fundarstarfa var Valdimar Leó Friðriksson heiðraður fyrir sín störf fyrir félagið. Honum voru veitt gjafir og gerður að Heiðursfélaga Aftureldingar. Mynd: Raggi Óla Undir liðnum „önnur mál“ skapaðist mikil og …
Hlaupahópur Nýliðanámskeið
Hlaupahópur Aftureldingar – Mosóskokk Vilt þú byrja sumarið í frábærum félagsskap með skemmtilegri og árangursríkri hreyfingu? Námskeiðið hefst 1. maí og stendur í 6 vikur eða til 10. Júní. Æfingar sem henta þeim sem eru að byrja eða að koma sér aftur í gang. Stefnt er að því að allir geti hlaupið amk 5 km í lok námskeiðsins. Þrjár æfingar …
Ársþing UMSK
Í gær fór fram ársþing UMSK í golfklubbnum Oddi í Garðabæ.. Geirarður Long sem situr í aðalstjórn Aftureldingar situr nú einnig í aðalstjórn UMSK eftir að hafa verið í varastjórn UMSK undanfarin fjögur ár. Geiri okkar er frábær fulltrúi Aftureldingar inn í aðalstjórn UMSK. Á þinginu voru einnig veitt hin ýmsu heiðursmerki. Geirarður hlaut þar Starfsmerki UMFÍ. Við getum öll …
Árni Bragi leysir Hönnu af
Árni Bragi Eyjólfsson hefur verið ráðinn sem íþróttafulltrúi í afleysingum fyrir Hönnu Björk Halldórsdóttur hjá Ungmennafélaginu Aftureldingu. Árni Bragi var í sigurliði Aftureldingar í Bikarkeppni HSÍ á dögunum og starfaði síðast hjá &Pálsson samhliða þjálfun og sem leikmaður Aftureldingar í handbolta. Hann er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Árni Bragi þekkir mjög vel til hjá Aftureldingu …
Æfingarmót á Hólmavík 24-26. mars
Sunddeild Aftureldingar mætti í flottar æfingarbúðir á Hólmavík með ásamt ÍA og UMFB. Fríður hópur krakka mætti og fékk að spreyta sig undir stjórn mismunandi þjálfara.
Aðalfundur Aftureldingar – Ath. breytt dagsetning
Aðalfundur Aftureldingar fer fram í Hlégarði, fimmtudaginn 27. apríl og hefst fundurinn hefst kl. 18.00. Dagskrá aðalfundarins er: Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Ársskýrsla formanns Ársreikningur 2022 Fjárhagsáætlun aðalstjórnar 2023 Heiðursviðurkenningar Kosningar: Kosning formanns Kosning tveggja stjórnarmanna og eins varamanns Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga aðalstjórnar Kosning eins skoðunarmanns reikninga deilda Önnur mál og ávarp gesta Fundarslit Við hvetjum félagsmenn til að …
Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Aftureldingar verður haldinn þriðjudaginn 28 mars kl. 18.00 í Vallarhúsi að Varmá. Dagskrá fundarins er: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar, sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar. 5. Fjárhagsáætlun …
ÍSLANDSMEISTARI FJÓRÐA ÁRIÐ Í RÖÐ
Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata fór fram sunnudaginn 19. mars 2023. Íslandsmeistari fjórða árið í röð Þórður Jökull Henrysson vann kata karla nokkuð örugglega og er því Íslandsmeistari 🏆🥇 Þetta er sjötti Íslandsmeistaratitillinn hans frá því hann hóf keppni. Er þetta sennilega í fyrsta sinn sem sami einstaklingur í vinnur titilinn fjögur ár í röð í kata karla samkvæmt skrá Karatesambands …
Fyrsta Grand Prix mót ársins
Grand Prix mótaröðin hófst í febrúar, en hún er bikarmótaröð ungmenna 12-18 ára. Alls voru 130 þátttakendur skráðir til keppni og var karatedeildin með sex skráða keppendur, alla í kata. Allir keppendur komust í verðlaunasæti sem er frábær árangur hjá þessum efnilegu krökkum! Keppendur og verðlaun Alex Bjarki Davíðsson – kata 12 ára pilta – brons 🥉 Elín Helga Jónsdóttir …
Powerade bikarinn – undanúrslit
Strákarnir okkar mæta Stjörnumönnum í kvöld í undanúrslitum í Powerade bikarkeppninni. Við hvetjum alla Mosfellinga til að mæta í rauðu í Laugardagshöllina í kvöld kl 20.15 Áfram Afturelding!