Stefán Árnason í þjálfarateymið

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Meistaraflokkur karla hefur ráðið Stefán Árnason í þjálfarateymið og mun hann vera Gunnari Magnússyni til halds og trausts. Stefán mun einnig taka að sér þjálfun yngri flokka félagsins. Við erum gríðarlega ánægð með að tryggja okkur starfskrafta Stefáns næstu árin sem hefur sýnt bæði metnað og góðan árangur í sínum störfum. Velkomin í Aftureldingu Stebbi

Fjáröflunarnefnd Aftureldingar í sumarfrí

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú er síðustu fjáröflun vetrarins lokið. Viðtökurnar á þessu skemmtilega verkefni hafa verið frábærar og greinilegt að um þarft verkefni er að ræða. Næsta fjáröflun verður auglýst á Facebook og í gegnum Sportabler í haust þegar nefndarmeðlimir eru komnir til baka úr sumarfrí. Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um þetta verkefni, sem fór af stað árið 2020 Okkar allra vinsælasta vara hefur …

Magnaður árangur á Vormóti

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Síðustu helgi (21 og 22. maí) fór fram Vormót í hópfimleikum. Vormótið er síðasta mótið á keppnistímabilinu og áður en reglur nýlega breyttust þá var þetta alltaf Íslandsmót þar sem sterkustu lið landsins koma saman og keppa í getu og aldursskiptum flokkum. Það var umtalað á mótinu hvað liðin frá Aftureldingu stóðu sig vel, stuðningsmenn voru flottir og hversu fagleg …

Gunnar áfram í Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Gunnar Malmquist hefur samið við Aftureldingu til næstu þriggja ára. Sannarlega ánægjulegt að hafa gengið frá samningum við Gunnar þar sem hann er mikill félagsmaður og baráttujaxl. Gunnar hefur verið stór hluti af Aftureldingu síðan hann kom til félagsins og því mikið ánægjuefni að svo verði áfram.    

Afturelding var að eignast landsliðsmenn !

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikasambandið heldur alltaf fyrir hvert Evrópumót úrtökuæfingar til þess að velja í landslið. Það er erfitt að komast inn á slíkar æfingar og en þá erfiðara að komast inn í landsliðshóp. Kröfurnar eru háar og frammistaðan þarf að vera góð. Fimleikasambandið var með slíka æfingu þann 7. maí síðast liðinn og þá voru 4 drengir frá Aftureldingu sem uppfylltu þessar …

Aðalfundur Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aðalfundur Aftureldingar var haldinn í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ 12 maí 2022.  Hafsteinn Pálsson var fundarstjóri  og Kristrún Kristjánsdóttir fráfarand framkvæmdarstjóri Aftureldingar og Grétar Eggerstsson nýr framkvæmdarstjóri Aftureldinga voru ritarar. Auk hefðbundinna fundarstarfa var Kristrún Kristjánsdóttir kvödd og Grétar Eggertsson kynntur til starfa sem ný framkvæmdarstjóri Aftureldingar. Undir liðnum ‚önnur mál‘ tóku til máls þeir Agnar Freyr og Gísli Elvar fyrir …

Pétur komin heim 

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Það er mikið ánægjuefni að fá Pétur Júníusson aftur til liðs við félagið, sterkur karakter og heimamaður. Pétur hefur verið að glíma við töluverð meiðsli síðustu ár og urðu þau til þess að hann lagði skónna til hliðar. Góður batavegur hefur verið á hans meiðslum og er hann óðum að ná fyrri styrk, sem er mikið gleðiefni þar sem Pétur …

Stelpurnar fengu silfur í Úrvalsdeildinni

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Stelpurnar okkar fengu silfurverðlaun í Úrslitakeppninni í blaki eftir hörku keppni við KA stúlkur.  Við óskum þeim innilega til hamingju með silfrið á Íslandsmótinu 2021-2022. Þær spiluðu frábærlega í vetur og sýndu styrk sinn fljótt. Eina liðið sem þær töpuðu fyrir voru einmitt KA stúlkur. Afturelding átti 3 fulltrúa í liði ársins sem tilkynnt var um á ársþingi Blaksambandsins þann …