Landslið Íslands í karate tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í karate sem haldið var í Danmörku 23. nóvember sl. Alls tóku 13 íslenskir keppendur þátt og voru þau Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu valin til þátttöku. Hársbreidd frá Norðurlandameistaratitli Þórður náði bestum árangri íslenska liðsins, en hann vann silfurverðlaun í flokki junior 16-17 ára pilta í kata. Munaði …
Sigur og tap hjá strákunum á Ísafirði
Strákarnir héldu vestur og spilðu 2 leiki við Vestra á Ísafirði um helgina. Vestri er með í Mizunodeild karla í fyrsta skipti og með áhugavert lið þar sem uppistaðan eru erlendir leikmenn. Leikurinn á laugardaginn unnu okkar menn 1-3 og náðu sér því í 3 stig þar og sigur annan leikinn í röð. Sunnudagsleikurinn var ekki eins sannfærandi hjá okkar …
Strákarnir komu – sáu og sigruðu á Akureyri
Strákanri okkar í Mizunodeildinni höfðu ekki unnið leik á leiktíðinni þegar þeir héldu norður og spiluðu við Íslands,-deildar og bikarmeistara KA á miðvikudagskvöldið. Búist var við erfiðum leik en Afturelding byrjaði af krafti og hreinlega yfirspluðu KA menn á köflum. Þeir unnu leikinn-1-3 og eru vonandi komnir á sigurbraut. Þeir halda á Ísafjörð um helgina og spila 2 leiki við …
Skemmtilegur leikur milli Aftureldingarliðanna í 1.deild kvk
Aftuelding B tók á móti Aftureldingu X í 1.deild Íslandsmótsins í blaki á miðvikudagskvöldið. B liðið samanstendur af ungu stúlkunum okkar og X liðið samanstendur af eldri og reynslumeiri konum þar sem sumar eru mæður yngri leikmannanna. Skemmtilegt að segja frá því að tvær mæðgur voru í liðunum, þar sem dæturnar spiluðu með B liðinu og mömmurnar með X liðinu. …
Blackbox mótið í handbolta – Leikir & Úrslit
Blackbox mótið í handbolta fer fram helgina 16. og 17. nóvember í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Mótið er haldið af Aftureldingu og er fyrir 5. flokk kvenna eldra ár. Hér verður hægt að nálgast allar upplýsingar um leiki mótsins, úrslit leikja og úrslit deilda. Leikjaplan helgarinnar Leikið verður laugardag og sunnudag. Hér fyrir neðan smá sjá úrslit deilda í mótinu. Úrslit …
Þóra María besti ungi leikmaðurinn í Olísdeildinni
Þóra María Sigurjónsdóttir var valin besti ungi leikmaðurinn í Olísdeild kvenna í þriðjungsuppgjörsþætti Olís-deildar kvenna á Stöð 2 Sport sem sýndur var í síðustu viku. Þar valdi Hrafnhildur Ósk Skúladóttir bestu ungu leikmenn deildarinnar. Hrafnhildur miðaði við leikmenn fædda árið 2000 og síðar. Það er nóg af efnilegum leikmönnum í deildinni og valið var því alls ekki auðvelt. Hrafnhildur valdi leikstjórnanda …
Strákarnir fá Álftanes í heimsókn á miðvikudaginn
Strákarnir okkar í Mizunodeildinni fá lið Álftaness í heimsókn á miðvikudaginn og hefst leikurinn kl 20:00. Okkar menn eiga enn eftir að vinna leik í deildinni í vetur en þeir hafa spilað 4 leiki og sitja í 5.sæti deildarinnar. Álftanes er í 3ja sæti eftir 5 leiki. Hvetjum strákana okkar áfram og mætum á völlinn.
Júlíus og Alexander áfram með meistaraflokk kvenna
Júlíus Ármann Júlíusson hefur samið um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Aftureldingu. Júlíus skrifaði undir tveggja ára samning við félagið um helgina og sömu sögu er að segja af Alexander Aroni Davorssyni sem verður áfram aðstoðarþjálfari. Júlíus hefur starfað hjá Aftureldingu frá því vorið 2015 er að hefja sitt sjötta starfsár hjá félaginu. Meistaraflokkur kvenna hafnaði í 5. …
Hafrún Rakel í Breiðablik
Hafrún Rakel Halldórsdóttir gekk um miðjan október til liðs við Breiðablik frá Aftureldingu. Hafrún sem er 17 ára gömul hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin tvö tímabil. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur Hafrún leikið 48 leiki fyrir meistaraflokk Aftureldinga og skorað í þeim 14 mörk. Hafrún spilaði 17 leiki fyrir Aftureldingu í Inkasso-deildinni í sumar og skoraði í …
Róbert Orri gengur til liðs við Breiðablik
Róbert Orri Þorkelsson hefur gengið til liðs við Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu. Róbert hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands undanfarin ár og var mikill áhugi á Róberti frá liðum í Pepsi-deildinni núna í haust. Breiðablik og Afturelding komust að samkomulagi í lok vikunnar og gekk Róbert til liðs við Breiðablik í dag. Róbert Orri er 17 ára gamall en …