Darian Powell gengur til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hefur fengið liðsstyrk í Inkasso-deild kvenna því Darian Powell frá Bandaríkjunum hefur gengið til liðs við Aftureldingu. Powell hefur æft Aftureldingu undanfarna daga og hefur staðið sig mjög vel. Powell er framherji kemur til liðsins frá Sel­fossi. Powell lék með Marqu­ette-há­skól­an­um í Banda­ríkj­un­um áður en hún gekk til liðs við Sel­fyss­inga en hún kom við sögu í fjór­um leikj­um með …

Handboltaskóli Tuma – Tvö námskeið í júlí

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Tvö handboltanámskeið verða haldin í Varmá í júlí fyrir áhuga- og metnaðarfulla handboltaiðkendur. Um er að ræða námskeið fyrir iðkendur í 5. og 6. flokki (stelpur og stráka). Farið verður í grunnatriði handboltans í gegnum leiki og skemmtilegar boltaæfingar.  Dagsetningar Handboltaskólans Námskeið 1: 8. júlí – 12. júlí (5 dagar) Námskeið 2:  15. júlí – 19. júlí (5 dagar) Æfingatími: …

Logi valinn í Orkumótsliðið

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Logi Andersen úr Aftureldingu var valinn í Orkuliðsmótið sem fram fór í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Logi stóð sig frábærlega með liðsfélögum sínum úr Aftureldingu og var að lokum valinn í lið mótsins. Það voru dómarar mótsins sem völdu Loga inn í Orkumótsliðið. Afturelding sendi alls fjögur lið til keppni í mótinu. Afturelding 1 stóð sig frábærlega með Loga innanborðs …

Meistaramót Íslands 11-14 ára

Ungmennafélagið AftureldingFrjálsar, Óflokkað

Meistaramót Íslands í frjálsum 11-14 ára fór fram um helgina í góðu veðri á Laugardalsvellinum. Það var flottur hópur frá Aftureldingu sem tók þátt og stóðu sig öll mjög vel. Flest ef ekki öll með persónulegar bætingar. Þeir sem unnu til verðlauna voru í flokki 13 ára stúlkna Ísabella Rink hún varð í 1. sæti langstökk og 2. sæti í kúluvarpi, …

Nýr svartbeltari – gráðun hjá sensei Morris

Karatedeild AftureldingarKarate

Oddný Þórarinsdóttir bættist í hóp svartbeltara hjá karatedeild Aftureldingar 22. júní 2019 þegar hún lauk 7,5 klst. langri gráðun hjá sensei Steven Morris. Á myndinni hér að ofan má sjá Oddnýju með sensei Steven Morris að lokinni shodan ho gráðun.

Einn Íslandsmeistaratitill í frjálsum 15-22 ára

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Selfossi helgina 15.-16. júní s.l. í frábæru veðri. Afturelding átti 6 keppendur á mótinu sem voru félaginu til sóma. Keppendur Aftureldingar lönduðu tveimur verðlaunum, þar af einum Íslandsmeistaratitli. Guðmundur Auðunn Teitsson varð Íslandsmeistari í kúluvarpi pilta 16-17 ára með kast upp á 12,99 metra. Elsa Björg Pálsdóttir varð í …

Álafosshlaupið 2019 – úrlist

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar

Álafosshlaupið fór fram í gær 12. júní að venju að þessu sinni í fábæru veðri þó einhverjir hafi fengið smá mótvind í fangið hluta leiðarinnar. Fyrir aðra var það kærkomin kæling í hitanum.  Brautin er krefjandi á köflum og ekki fljótfarnasta 10 km leið sem hægt er að finna. Meðal annars er hlaupið um skógarstiga, reiðvegi, malarvegi og fleira og …

Liverpool skólinn vekur alltaf athygli

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Þetta skemmtilega myndbrot er frá árinu 2011 þegar Liverpool skólinn var haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Rætt er við káta krakka um upplifunina sem var að þeirra sögn frábær. Í dag starfa og spila þessi kátu krakkar öll með Aftureldingu. Ingólfur er markmannsþjálfari hjá okkur, Tómas Helgi er leikmaður 3. flokks og Hafrún Rakel er leikmaður meistaraflokks, hún hefur einnig …

Sumartafla yngri flokkana

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna, Óflokkað

Við minnum foreldra á að hver flokkur er með Facebook síðu sem við hvetjum foreldra til að tengja sig við, þar koma fram allar upplýsingar og breytingar á æfingatímum.

Álafosshlaupið

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarAfturelding, Frjálsar

Miðvikudaginn 12. júní n.k. verður hið árlega Álafosshlaup. Skráning er hafin á www.hlaup.is Brautin í ár er lítillega breytt frá fyrri árum. Við byrjum við íþróttavöllinn við Varmá og endum þar líka. Mosfellsbær býður öllum þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Mosfellsbakarí er aðalstyrktaraðili hlaupsins í ár og við færum þeim kærar þakkir fyrir. Nánari upplýsingar og skráning er á …