Afturelding hefur gefið út ársskýrslu sína fyrir starfsárið 2018. Að þessu sinni var ákveðið að hafa skýrsluna rafræna en með því teljum við okkur koma betur til skila því umfangsmikla starfi sem unnið var í félaginu á síðasta starfsári. 2018.afturelding.is Sjá má skýrslur frá öllum deildum félagsins og alla ársreikninga deilda og ráða. Einnig er að finna iðkendatölur hjá öllum …
Sumarnámskeið 2019
Fimleikadeild Aftureldingar Aldur: 6-10 ára Júní: 11.-14. júní, 18.-21. júní, 24.-28. júní Júlí: 1.-5. júlí Ágúst: 6.-9. ágúst, 12.-16. ágúst, 19. -22. ágúst. Boðið er upp á heilsdagsnámskeið frá 9-16 eða bara eftir hádegi, 13-16. Fyrir hádegi eru leikir, útivera og fjölbreytt gleði. Eftir hádegi eru fimleikar í sal. Yfirþjálfarar: Alexander og Ingibjörg Sumaræfing eru í boði fyrir 4. flokk, …
Annað Bikar- og Grand Prix mót 2019
Annað Bikar- og Grand Prix mót vetrarins var haldið að Varmá 27. apríl. s.l. Á bikarmótinu sem er fyrir 16 ára og eldri keppti Þórður Jökull í kata fyrir Aftureldingu og lenti hann í þriðja sæti. Úrslit úr bikarmótinu má nálgast hér. Á Grand Prix mótinu átti Afturleding sjö keppendur í átta greinum, en alls voru 110 skráningar á mótið. …
Aukaaðalfundur knattspyrnudeildar 8. maí 2019
Boðað er til aukaaðalfundar í knattspyrnudeild Aftureldingar þann 8. maí næstkomandi. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu að Varmá og hefst kl. 20.00. Fundurinn er framhald af aðalfundi deildarinnar sem fram fór 10. apríl sl. Dagskrá er eftirfarandi: Kosning formanns Kosning stjórnar Önnur mál Allt áhugafólk um knattspyrnu í Mosfellsbæ er hvatt til að fjölmenna til fundarins. Áfram Afturelding!
Taekwondodeild Aftureldingar bikarmeistarar
Um helgina stóð taekwondodeild Aftureldingar uppi sem Bikarmeistarar Taekwondosambands Íslands. Bikarmótaröð TKÍ samanstendur af þremur mótum yfir veturinn. Það lið sem hlýtur flest samanlögð stig úr þessum þremur keppnum vinnur bikarmeistaratitilinn. Afturelding vann með 370 stig, í öðru sæti var Keflavík með 266 stig og í þriðja sæti ÍR með 214 stig. Þetta er annað árið í röð sem Afturelding …
Bikar- og Grand Prix mót í Mosfellsbæ
Karatedeild Aftureldingar heldur uppi fjörinu að Varmá í dag, laugardaginn 27. apríl. Tvö mót á vegum Karatesamband Íslands eru haldin þar í dag. Bikarmótið byrjar kl 9:30-11:00 en þar eru keppendur 16 ára og eldri. Grand prix mótið, þar sem keppendur eru á aldrinum 12-16 ára byrjar kl 12:00-17:00. Mótin er haldin í sal 1 og við hvetjum allt áhugafólk …
Happdrætti 4. flokks kvenna í knattspyrnu
Dregið hefur verið úr happdrætti 4. flokks kvenna í knattspyrnu. Happdrættið er ein af fjölmörgum fjáröflunum sem stelpurnar standa í þessa dagana, en þær eru á leið í æfingarferð til Salou á Spáni í júní. Stelpur þakka kærlega fyrir stuðninginn. Hér má finna vinningsnúmerinn.
Þorsteinn Gauti genginn til liðs við Aftureldingu
Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson er genginn til liðs við Aftureldingu en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Ljóst er að Afturelding ætlar sér áfram stóra hluti boltanum. Í vetur var Þorsteinn Gauti einn besti leikmaður deildarinnar og varð meðal annars fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar. Undanfarin ár hefur Þorsteinn Gauti leikið með Fram en áður lék hann með …
Róbert Orri valinn í lokahóp U17
Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið landsliðshópinn sem leikur í úrslitakeppni Evrópumótsins sem leikin verður á Írlandi í næsta mánuði. Afturelding á einn fulltrúa í hópnum en það er Róbert Orri Þorkelsson sem hefur verið fastamaður í liði U17 ára liðsins í undankeppninni fyrir lokakeppni EM. Róbert hefur verið hluti af meistaraflokki karla síðustu misseri og lék …
Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram 30. apríl
Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram í Vallarhúsinu að Varmá þann 30. apríl næstkomandi. Ný tímasetning er á fundinum sem hefst kl. 21.00. Fundurinn hefur verið færður aftur um klukkustund vegna leiks Aftureldingar við Grindavík í Mjólkurbikar karla sem fram fer sama dag. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Ársskýrsla stjórnar 4. Ársreikningur 2018 5. Fjárhagsáætlun …









