Þær Kristín Gyða Davíðsdóttir og Elfa Sif Hlynsdóttir skrifuðu á dögunum undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk kvenna til loka árs 2021. Kristín Gyða er fædd árið 2003 og kom við sögu í tveimur leikjum í Inkasso deild kvenna síðastliðið sumar, þá hefur hún verið í æfinga- og leikmannahóp félagsins frá byrjun þessa árs. Elfa Sif er fædd árið 2004 …
Þóra María frá keppni út tímabilið vegna meiðsla
Þóra María Sigurjónsdóttir, lykilmaður í meistaraflokksliði Aftureldingar í handbolta, mun ekki leika meira með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla. Þóra María sleit krossband í vinstra hné á æfingu fyrir skömmu. Þóra er 18 ára gömul og hefur leikið alla leiki Aftureldingar á tímabilinu í stöðu leikstjórnenda eða vinstri skyttu. Hún hafði skorað 34 mörk og gefið 11 stoðsendingar í deildinni. …
Gísli Martin til liðs við Aftureldingu
Bakvörðurinn Gísli Martin Sigurðsson skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Aftureldingu. Gísli er 21 árs og er uppalinn hjá Breiðablik. Hann lék með Njarðvík í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð og ÍR tímabilið 2018. Gísli Martin er kraftmikill bakvörður, sókndjarfur með mikla hlaupagetu og mun passa vel inn í leikmannahóp Aftureldingar. Gísli lék í æfingaleik með Aftureldingu sl. föstudag …
Blackbox mótið í handbolta – Leikir & Úrslit
Blackbox mótið í handbolta fer fram helgina 16. og 17. nóvember í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Mótið er haldið af Aftureldingu og er fyrir 5. flokk kvenna eldra ár. Hér verður hægt að nálgast allar upplýsingar um leiki mótsins, úrslit leikja og úrslit deilda. Leikjaplan helgarinnar Leikið verður laugardag og sunnudag. Hér fyrir neðan smá sjá úrslit deilda í mótinu. Úrslit …
Þóra María besti ungi leikmaðurinn í Olísdeildinni
Þóra María Sigurjónsdóttir var valin besti ungi leikmaðurinn í Olísdeild kvenna í þriðjungsuppgjörsþætti Olís-deildar kvenna á Stöð 2 Sport sem sýndur var í síðustu viku. Þar valdi Hrafnhildur Ósk Skúladóttir bestu ungu leikmenn deildarinnar. Hrafnhildur miðaði við leikmenn fædda árið 2000 og síðar. Það er nóg af efnilegum leikmönnum í deildinni og valið var því alls ekki auðvelt. Hrafnhildur valdi leikstjórnanda …
Róbert Orri gengur til liðs við Breiðablik
Róbert Orri Þorkelsson hefur gengið til liðs við Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu. Róbert hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands undanfarin ár og var mikill áhugi á Róberti frá liðum í Pepsi-deildinni núna í haust. Breiðablik og Afturelding komust að samkomulagi í lok vikunnar og gekk Róbert til liðs við Breiðablik í dag. Róbert Orri er 17 ára gamall en …
Magnús Már nýr þjálfari meistaraflokks karla
Magnús Már Einarsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Magnús er stuðningsmönnum Aftureldingar að góðu kunnur en hann fyrrverandi leikmaður félagasins og lék 135 leiki með Aftureldingu og skoraði í þeim 21 mark. Magnús hefur verið aðstoðarþjálfari félagsins undanfarin tvö ár en tekur nú við liðinu. Enes Cogic verður Magnúsi til aðstoðar en þar er á ferðinni mjög …
Liverpool skólinn haldinn tíunda árið í röð 2020
Afturelding í samstarfi við Þór og Liverpoolklúbbinn á Íslandi kynna: Knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi 2020. Knattspyrnuskóli Liverpool verður á Íslandi í sumar, tíunda árið í röð, og eins og síðustu ár í samstarfi við Þór á Akureyri. Haldin verða tvö námskeið. Fyrra námskeiðið verður á Hamri á Akureyri dagana 6. – 8. júní (laugardagur til mánudags) og hið síðara á …
Gott gengi Aftureldingar á Eyjablikkmóti 5. flokks
Eyjablikksmótið í umsjón ÍBV var haldið í Vestmannaeyjum 1.-3. nóvember. Afturelding átti þrjú eldra árs lið á mótinu, tvö drengjalið og eitt stúlknalið skipuð 25 iðkendum, sem öll stóðu sig mjög vel. Afturelding 1 sigraði í 1. deild með fullt hús stiga. Afturelding 2 varð í öðru sæti í 3. deild B og stúlknaliðið hafnaði einnig í öðru sæti í …
Fjölnota knatthús vígt að Varmá þann 9. nóvember
Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember. Dagskrá hefst kl. 14 þegar Sturla Sær Erlendsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar býður gesti velkomna. Þá munu bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, og Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar ávarpa samkomuna. Alverk ehf. mun afhenda húsið formlega og kynnt verður samkeppni meðal bæjarbúa um nafn á húsið. Boðið verður upp á knattspyrnu- …