Æfingatafla vetrarins 2019-2020

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna, Óflokkað

Æfingatafla vetrarins fyrir yngstu iðkendurnar okkar eru tilbúin. Tafla fyrir 2. og 3. flokk karla kemur inn á næstu dögum.  Opnað verður fyri skráningar á næstu dögum. Nýtt æfingarhús verður tekið í notkun í október – þanngað til fara allar æfingar fram úti. Frekari upplýsingar má nálgasta hjá Bjarka yfirþjálfara eða Hönnu Björk Íþróttafulltrúa, hannabjork@afturelding.is 

Andrea Daidzic til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Hin 24 ára gamla handknattleikskona, Andrea Daidzic, hefur skrifað undir samning við kvennalið Aftureldingar fyrir komandi átök í Olísdeildinni. Andrea er króatískur línumaður sem spilaði síðustu tímabil með Osijek í heimalandinu. „UMFA fjölskyldan er gríðarlega ánægð með ákvörðun Andreu að leika með liðinu í vetur og býður hana hjartanlega velkomna í Mosó,“ segir Hannes Sigurðsson formaður handknattleiksdeildarinnar.

Atli Eðvaldsson fallinn frá

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Fyrrum þjálfari Aftureldingar, Atli Eðvaldsson, er fallinn frá eftir hetjulega baráttu við krabbamein, 62 ára að aldri.  Atli þjálfaði karlalið Aftureldingar tímabilið 2014 í 2. deild karla. Hann spilaði 70 leiki fyrir íslenska landsliðið og átti um tíma leikjamet íslenska landsliðsins. Hér heima lék Atli með Val, KR og HK. Hann lék með Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf, Uerdingen og TuRu Düsseldorf …

Vetrarstarf Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Æfingatöflur haustannar 2019 eru tilbúnar og búið er að opna fyrir skráningar. Smelltu hér til að skrá iðkanda. Forráðamenn eru beðnir um að passa að fara yfir og hafa allar upplýsingar inni í skráningakerfinu réttar. Nóra er skráningakerfi sem einnig aðstoðar okkur að ná í foreldra og forráðamenn fljótt og örugglega ef þarf, mikilvægt er því að hafa rétt símanúmer …

Dagskrá Aftureldingar í bæjarhátíðinni – Í Túninu heima

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 30. ágúst – 1. september. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Afturelding tekur virkan þátt í bæjarhátíðinni eins og undanfarin ár. Afturelding þjófstartar bæjarhátíðinni í dag með því …

Afturelding sigraði á Opna Norðlenska

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Undirbúningur fyrir Olísdeild kvenna er í fullum gangi og um síðustu helgi fór fram Opna Norðlenska mótið fram hjá Þórs/KA á Akureyri. Okkar stelpur í Aftureldingu gerðu sér lítið fyrir og fögnuðu sigri í mótinu. Afturelding vann góðan sigur á Stjörnunni í fyrsta leik, 14-18 og vann svo frábæran sigur á gestgjöfum Þórs/KA, 25-26. Þrátt fyrir tap gegn HK í …

Sportís í samstarf við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Sportís ehf umboðsaðili Asics og Afturelding handboltadeild gera með sér samning um sölu og markaðssetningu á Asics handboltaskóm. Leikmenn meistaraflokka Aftureldingar spila í Asics næstu 3 árin. Sportís bíður félagsmönnum frábær kjör á skóm í verslun sinni í Mörkinni 6. Nánar um samstarfið kemur í næsta mosfelling og á heimasíðu Aftureldingar. Á myndinni eru Hannes Sigurðsson formaður handknattleiksdeild og Skúli …

Afturelding UMSK meistari karla

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Karlalið Aftureldingar varð um helgina UMSK meistari í handbolta árið 2019 en leikið var í Kórnum í Kópavogi. Afturelding tók þátt í mótinu ásamt Gróttu, Stjörnunni og gestgjöfum HK. Afturelding vann tvo leiki af þremur og gerði jafntefli við HK í lokaleiknum. Afturelding vann því mótið. Guðmundur Árni Ólafsson lék vel í mótinu og skoraði alls 25 mörk í þessum …

Nýtt gólf að Varmá

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Í vikunni fer fram lokafrágangur á nýju gólfi sem lagt hefur verið í stærri íþróttasalinn að Varmá. Gólfið verður tekið í notkun núna um helgina. Lagt var gegnheilt parket frá Agli Árnasyni sem lítur ákaflega vel út og erum við hjá Aftureldingu mjög spennt að hefja æfingar og keppni á nýju gólfi sem verður bylting fyrir okkar íþróttastarf. Stúkan að …

Hafrún Rakel Halldórsdóttir í U19 kvenna

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur í hóp sem leikur tvo vináttulandsleiki í Svíþjóð í lok ágúst, gegn Noregi og Svíþjóð. Ísland mætir Svíþjóð 28. ágúst og Noregi 30. ágúst. Knattspyrnudeildin óskar Hafrúnu Rakel góðs gengis!