Darian Powell gengur til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hefur fengið liðsstyrk í Inkasso-deild kvenna því Darian Powell frá Bandaríkjunum hefur gengið til liðs við Aftureldingu. Powell hefur æft Aftureldingu undanfarna daga og hefur staðið sig mjög vel. Powell er framherji kemur til liðsins frá Sel­fossi. Powell lék með Marqu­ette-há­skól­an­um í Banda­ríkj­un­um áður en hún gekk til liðs við Sel­fyss­inga en hún kom við sögu í fjór­um leikj­um með …

Handboltaskóli Tuma – Tvö námskeið í júlí

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Tvö handboltanámskeið verða haldin í Varmá í júlí fyrir áhuga- og metnaðarfulla handboltaiðkendur. Um er að ræða námskeið fyrir iðkendur í 5. og 6. flokki (stelpur og stráka). Farið verður í grunnatriði handboltans í gegnum leiki og skemmtilegar boltaæfingar.  Dagsetningar Handboltaskólans Námskeið 1: 8. júlí – 12. júlí (5 dagar) Námskeið 2:  15. júlí – 19. júlí (5 dagar) Æfingatími: …

Logi valinn í Orkumótsliðið

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Logi Andersen úr Aftureldingu var valinn í Orkuliðsmótið sem fram fór í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Logi stóð sig frábærlega með liðsfélögum sínum úr Aftureldingu og var að lokum valinn í lið mótsins. Það voru dómarar mótsins sem völdu Loga inn í Orkumótsliðið. Afturelding sendi alls fjögur lið til keppni í mótinu. Afturelding 1 stóð sig frábærlega með Loga innanborðs …

Meistaramót Íslands 11-14 ára

Ungmennafélagið AftureldingFrjálsar, Óflokkað

Meistaramót Íslands í frjálsum 11-14 ára fór fram um helgina í góðu veðri á Laugardalsvellinum. Það var flottur hópur frá Aftureldingu sem tók þátt og stóðu sig öll mjög vel. Flest ef ekki öll með persónulegar bætingar. Þeir sem unnu til verðlauna voru í flokki 13 ára stúlkna Ísabella Rink hún varð í 1. sæti langstökk og 2. sæti í kúluvarpi, …

Liverpool skólinn vekur alltaf athygli

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Þetta skemmtilega myndbrot er frá árinu 2011 þegar Liverpool skólinn var haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Rætt er við káta krakka um upplifunina sem var að þeirra sögn frábær. Í dag starfa og spila þessi kátu krakkar öll með Aftureldingu. Ingólfur er markmannsþjálfari hjá okkur, Tómas Helgi er leikmaður 3. flokks og Hafrún Rakel er leikmaður meistaraflokks, hún hefur einnig …

Sumartafla yngri flokkana

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna, Óflokkað

Við minnum foreldra á að hver flokkur er með Facebook síðu sem við hvetjum foreldra til að tengja sig við, þar koma fram allar upplýsingar og breytingar á æfingatímum.

Íris og Þóra María semja við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Íris Kristín Smith og Þóra María Sigurjónsdóttir hafa framlengt samninga sína við Aftureldingu og munu leika með félaginu næstu tvö árin. Afturelding vann sér sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð eftir að hafa unnið Grill66-deildina í vor. Þóra María hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í lykilhlutverki hjá Aftureldingu síðustu tímabil. Hún skoraði 116 mörk í 20 leikjum á …

Svava nýr fjármálafulltrúi Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nýverið hóf Svava Sigurðardóttir störf hjá Aftureldingu í stöðu fjármálafulltrúa. Svava kemur inn í nýtt 100% stöðugildi hjá félaginu en hún sinnir einkum fjármálaverkefnum hjá Aftureldingu og bókhaldi. Svava er uppalin í Keflavík en er búsett í Reykjavík. Hún hefur umfangsmikla reynslu af fjármála og bókhaldsvinnu og starfaði áður hjá Wow Air áður en hún kom til starfa hjá Aftureldingu. …

Umsóknarfrestur í Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu rennur út 10. júní

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Fyrri úthlutun ársins 2019 úr Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur fer fram í júní. Umsóknarfrestur fyrir fyrri úthlutun er til 10. júní. Hægt er að sækja um í sjóðinn með rafrænum hætti með því að smella hér. Hlutverk sjóðsins kemur fram í 2. grein úthlutunarreglna hans: grein – Tilgangur og hlutverk Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, …

Tveir leikmenn til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hefur samið við spænska miðjumanninn Esteve Monterde og brasilíska varnarmanninn Romario Leiria um að leika með liðinu í sumar. Esteve er 23 ára gamall en hann á meðal annars leiki að baki í næstefstu deild á Spáni með Córdoba. Romario er 26 ára en hann varð heimsmeistari með U20 ára landsliði Brasilíu á sínum tíma. Hann hefur á ferli …