Umsóknarfrestur í Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu rennur út 10. júní

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Fyrri úthlutun ársins 2019 úr Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur fer fram í júní. Umsóknarfrestur fyrir fyrri úthlutun er til 10. júní. Hægt er að sækja um í sjóðinn með rafrænum hætti með því að smella hér.

Hlutverk sjóðsins kemur fram í 2. grein úthlutunarreglna hans:

  1. grein – Tilgangur og hlutverk

Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrk til keppnisferða eða þjálfunarferða sbr. ákvæði í 3.gr. skipulagsskrár.

Nánari upplýsingar um sjóðinn má sjá hér.

Sækja um í Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu