Svava nýr fjármálafulltrúi Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nýverið hóf Svava Sigurðardóttir störf hjá Aftureldingu í stöðu fjármálafulltrúa. Svava kemur inn í nýtt 100% stöðugildi hjá félaginu en hún sinnir einkum fjármálaverkefnum hjá Aftureldingu og bókhaldi.

Svava er uppalin í Keflavík en er búsett í Reykjavík. Hún hefur umfangsmikla reynslu af fjármála og bókhaldsvinnu og starfaði áður hjá Wow Air áður en hún kom til starfa hjá Aftureldingu.

Svava mun sinna öllum helstu fjármálaverkefnum hjá Aftureldingu og er með tölvupóstfangið fjarmal@afturelding.is

Við hjá Aftureldingu fögnum því að fá Svövu til starfa og bindum miklar væntingar við reynslu hennar og hæfni.