Meistaraflokkar knattspyrnudeildar Afturelding byrja sumarið á vorhátíð í Vallarhúsinu. Miðvikudaginn þann 24. apríl frá kl 19.00-22.30 Dagskrá: Leikmannakynningar Ávarp þjálfara Spjallað og spekúlerað Man. Utd – Man. City á skjáunum Við hvetjum allt knattspyrnuáhugafólk í Mosfellsbæ til að koma og fagna komandi sumri með okkur. Sjáumst spræk.
Grátlegt tap fyrir Val í fyrsta leik – Leikur tvö á mánudag
Einvígi Aftureldingar og Vals í 8-liða úrslitum í Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hófst í gær í Origohöllinni að Hlíðarenda. Valur hafði betur í dramatískum leik þar sem heimamenn náðu að jafna leikinn á lokasekúndunum. Afturelding fékk gullið tækifæri til að vinna leikinn en tókst ekki ætlunarverk sitt og varð að sætta sig við tap í framlengdum leik, 28-25. Staðan að …
Afturelding áfram í Mjólkurbikarnum
Afturelding er komið áfram í 32-liða úrslit í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu. Leikið var á Varmárvelli við ágætar aðstæður. Selfoss komst yfir gegn Aftureldingu eftir vítaspyrnu á 21. mínútu. Hrvoje Tokic hefur verið iðinn við kolann í vetur og skoraði af punktinum. Ragnar Már Lárusson skoraði næstu tvö mörk leiksins fyrir Aftureldingu sitt hvorum megin við hálfleikinn. Á 72. mínútu jafnaði …
Afturelding fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ
Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á hátíðaraðalfundi félagsins sem haldinn var í Hlégarði fimmtudaginn 11. apríl sl. Aðalfundurinn var sannkallaður hátíðaraðalfundur þar sem félagið hélt upp á 110 ára afmæli sitt þennan dag. Alls fengu níu deildir félagsins viðurkenningu sem Fyrirmyndardeildir ÍSÍ á fundinum og þar sem sú tíunda var með viðurkenninguna fyrir eru nú allar …
Einar og Matthías sæmdir gullmerki Aftureldingar
Hátíðaraðalfundur Aftureldingar fór fram í Hlégarði í gær, 11. apríl, í tilefni af 110 ára afmæli félagsins. Mikið var um dýrðir í tilefni dagsins og heiðraði mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, samkomuna með nærveru sinni. Einnig voru flutt ávörp frá formanni Aftureldingar, bæjarstjóra og fulltrúum UMSK, UMFÍ og ÍSÍ. Hafsteinn Pálsson strýrði fundinum með mikilli prýði. Afturelding sæmdi tvo einstaklinga …
Birgitta Sól semur við Aftureldingu
Markvörðurinn Birgitta Sól Eggertsdóttir hefur skrifað undir samning til næstu þriggja ára við Aftureldingu. Birgitta Sól kom til liðsins á dögunum frá Breiðablik og hefur spilað leiki Aftureldingar í Lengjubikarnum í ár. Birgitta fagnaði á dögunum 21.árs afmæli sínu en hún hefur leikið 42 leiki í meistaraflokki fyrir venslalið Breiðabliks, Augnablik. Þá á Birgitta leik með u19 ára landsliði Íslands. …
Afturelding í 110 ár
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum 110 árum og þegar ég skoða söguna og fletti Dagrenningi, aldarsögu félagsins fyllist ég fyrst og fremst stolti yfir að fá að taka þátt í og að móta sögu þessa merkilega félags. Það var framsækinn hópur fyrir 110 árum sem kaus sinn fyrsta formann konu, Guðrúnu Björnsdóttur 19 ára heimasætu í Grafarholti. …
Hátíðaraðalfundur Aftureldingar – 11. apríl í Hlégarði
Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar mun fara fram á morgun, 11. apríl næstkomandi í Hlégarði. Um sérstakan hátíðaraðalfund er að ræða en þennan sama dag fagnar félagið 110 ára afmæli. Athöfnin hefst kl. 20.00. Frú Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun ávarpa gesti fundarins af þessu tilefni. Auk formlegrar dagskrá verða frábær tónlistatriði. Boðið verður upp á léttar veitingar. Aftureldingarfólk er hvatt …
Aukaaðalfundur Aftureldingar 2019 verður haldinn 30. apríl
Ungmennafélagið Afturelding mun í tilefni 110 ára afmæli síns halda sérstakan hátíðaraðalfund þann 11. apríl næstkomandi. Hefðbundin aðalfundarstörf hafa því verið færð yfir á aukaaðalfund sem haldinn verður í Vallarhúsinu að Varmá þann 30. apríl. Fundurinn hefst kl. 20.00. Dagskrá aukaaðalfundar 2019 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Ársskýrsla stjórnar 4. Ársreikningur 2018 5. Fjárhagsáætlun 2019 6. Lagabreytingar …
Vinningaskrá í happdrætti blakdeildar 2019
Dregið hefur verið úr árlegu happdrætti blakdeildarinnar. Vinningaskránna má sjá hér. Vinninga má vitja með því að hafa samband á netfangi blakdeildaftureldingar@gmail.com fyrir 7. maí 2019. Blakdeildin þakkar fyrir frábæran stuðning.