Aukaaðalfundur Aftureldingar 2019 verður haldinn 30. apríl

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Ungmennafélagið Afturelding mun í tilefni 110 ára afmæli síns halda sérstakan hátíðaraðalfund þann 11. apríl næstkomandi. Hefðbundin aðalfundarstörf hafa því verið færð yfir á aukaaðalfund sem haldinn verður í Vallarhúsinu að Varmá þann 30. apríl. Fundurinn hefst kl. 20.00.

Dagskrá aukaaðalfundar 2019
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Ársskýrsla stjórnar
4. Ársreikningur 2018
5. Fjárhagsáætlun 2019
6. Lagabreytingar
7. Heiðursviðurkenningar
8. Kosningar:
a. Kosning formanns
b. Kosning stjórnarmanna til tveggja ára
c. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga aðalstjórnar
d. Kosning eins skoðunarmanns reikninga deilda
9. Önnur mál og ávarp gesta
10. Fundarslit

Við hvetjum félagsmenn og Mosfellinga til að fjölmenna á fundinn og taka þar með virkan þátt í starfi Ungmennafélagsins Aftureldingar.