Hátíðaraðalfundur Aftureldingar – 11. apríl í Hlégarði

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar mun fara fram á morgun, 11. apríl næstkomandi í Hlégarði. Um sérstakan hátíðaraðalfund er að ræða en þennan sama dag fagnar félagið 110 ára afmæli. Athöfnin hefst kl. 20.00.

Frú Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun ávarpa gesti fundarins af þessu tilefni. Auk formlegrar dagskrá verða frábær tónlistatriði. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Aftureldingarfólk er hvatt til að mæta til fundarins ásamt Mosfellingum öllum. Allir eru velkomnir!

Þennan sama dag kl. 12.00 verður nýtt og glæsilegt merki félagsins afhjúpað við innkeyrsluna að Varmá. Fólk er ekki síður hvatt til að taka þátt í þeirri athöfn með okkur. Einnig verður boðið upp á Aftureldingarköku í íþróttarhúsinu allan daginn í tilefni afmælis félagsins.

Aðalstjórn Aftureldingar