Afturelding með öruggan sigur á HK

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Afturelding tók á móti HK í Mizunodeild karla í kvöld en leikið var í Varmá í Mosfellsbæ. Afturelding lék í dag án fyrirliðans Alexanders Stefánssonar sem var frá vegna meiðsla en hjá HK vantaði einnig fyrirliðan Lúðvík Már Matthíasson sem var einnig frá vegna meiðsla og þá voru Ismar Hadziredzepovic og Benedikt Baldur Tryggvason frá vegna veikinda. Afturelding byrjaði leikinn …

HK hafði betur í fyrsta leiknum á nýju gólfi

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Í kvöld fór fram einn leikur í Mizonudeild kvenna þegar Afturelding tók á móti HK í Varmá. Þetta var fyrsti leikurinn að Varmá á glænýju gólfi sem var tekið í notkun í síðustu viku. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað en HK hafði þó ávalt góð tök á leiknum, fyrstu hrinu vann HK 25-21. HK hafði mikla yfirburði í annari …

Thelma Dögg útnefnd blakkona ársins

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Aftureldingarstúlkan og Mosfellingurinn Thelma Dögg Grétarsdóttir var útnefnd í gær sem Blakkona ársins hjá Blaksambandi Íslands og er það annað árið í röð sem hún hlýtur þessa útnefningu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag. Samtímis var tilkynnt val á liði fyrri hluta Íslandsmótsins og á Afturelding besta frelsingjann í kvennaliðinu, Kristina Apostolova og besta dióinn í karlaliðinu …

Afturelding – HK tvíhöfði #égábaraeittlíf

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Aftur er fjörugur miðvikudagur fyrir blakdeild Aftureldingar. Bæði liðin okkar í Mizunodeild karla og kvenna taka á móti liðum HK miðvikudaginn 5 des. Kvennaleikurinn hefst kl 18:30 og karlaleikurinn í kjölfarið eða kl 20:30. Leikurinn á miðvikudaginn verður tileinkaður minningarsjóð Einars Darra #égábaraeittlíf og rennur allur inngöngueyrir óskiptur til sjóðsins. Við hvetjum allt blakháhugafólk og Mosfellinga til að styðja við …

Tvíhöfði í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak, Óflokkað

Bæði liðin okkar í Mizunodeild karla og kvenna taka á móti liðum Álftaness í kvöld, miðvikudag og hefst kvennaleikurinn kl 18:30 og karlaleikurinn í kjölfarið eða kl 20:30. Við hvetjum okkar fólk til að mæta í rauðu á pallana og hvetja liðin okkar áfram.    Áfram Afturelding

Blakveisla að Varmá um helgina

Blakdeild AftureldingarBlak

Mikil blakveisla verður að Varmá um helgina þegar Afturelding tekur á móti firnasterkum liðum KA bæð í karla-og kvennaflokki.  KA liðið karlamegin voru þrefaldir meistarar á síðasta keppnistímabili og hafa styrkt sig enn meira fyrir tímabilið og ætla sér greinilega stóra hluti. Kvennalið KA hefur einnig styrkt sig mjög mikið en liðið var í síðasta sæti á síðasta Íslandsmóti. Karlaliðin …

Annar sigur hjá strákunum, og núna í 1.deild karla

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar teflir fram þremur karlaliðum í Íslandsmóti Blaksambands Íslands. Strákarnir í Mizunodeildinni gerðu góða ferð í Kópavog og nældu sér í 3 stig á miðvikudaginn.  Á fimmtudaginn hélt 1.deildar liðið okkar einnig í Kópavog  en þá spiluðu þeir sinn fyrsta leik í Benecta deildinni og gerðu eins, komu heim með 3 stig eftir viðureign við HKarla. Glæsileg byrjun hjá …

Strákarnir byrja vel – sigur í fyrsta leik.

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Keppnin í Mizunodeild karla í blaki hófst í gærkvöldi þegar Afturelding sótti HK heim í Fagralund. Strákarnir okkar byrjuðu af krafti og unnu HK 1-3. Glæsileg byrjun hjá strákunum og lofar góðu. Næstu leikir eru 10. og 11. nóvember þegar Afturelding fær lið KA í  heimsókn og spila þá bæði karla- og kvennaliðin við KA.

Blakferð til Hvammstanga

Blakdeild AftureldingarBlak

Helgina 13.-14.okt s.l. héldu 8 stúlkur úr 2.og 3. flokki Blakdeildar Aftureldingar til Hvammstanga þar sem þær kepptu í blaki í  fyrstu umferð Íslandsmóts kvenna í 4.deild.  Mótið er spilað í þremur helgarmótum yfir blaktímabilið 2018-2019.  Blakdeild Aftureldingar hefur undanfarin ár skráð 1 stúlknalið til þátttöku í þessa deildarkeppni hjá konunum.  Þetta er mikil og góð reynsla fyrir stúlkurnar, auk …

Íslandsmót í blaki á Neskaupstað hjá 4. og 5. flokk.

Blakdeild AftureldingarBlak

Helgina 27.-28. október síðastliðinn fór fram Íslandsmót 4. og 5. flokks í blaki á Neskaupstað. Á mótinu var Afturelding með eitt kvennalið í 4. flokki og tvö blönduð lið í 5. flokki. Þessi frábæri hópur stóð sig afar vel bæði utan vallar sem innan og lenti 4. flokkur í 4. sæti og 5. flokkur lenti í 5. og 7. sæti. …