Úrslitakeppnin í blaki að hefjast

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak, Fréttir

Bæði karla og kvennalið Aftureldingar náðu þeim árangri að komast í úrslitakeppnina en  4 efstu liðin ná þangað inn.  Þetta er eina félagið á landinu sem nær þessum árangri í ár því hin liðin sem eru með bæði karla og kvennalið eru með annað liðið sitt inni í keppninni. Strákarnir hefja leik í kvöld, miðvikudag með heimsókn í Digranesið og …

Bikarúrslitlaleikur í dag

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Stelpurnar okkar í blakinu leika um Kjörísbikarinn í dag, sunnudag 4.mars kl 15:15.  Final 4 helgin fer fram í Digranesi í glæsilegri umgjörð.   Blakdeildin skorar á Aftureldingarfólk að fjölmenna í Digranesið og hvetja stelpurnar áfram en þær spila við KA.    Miðasala er á stubb appinu. Þeir sem ekki komast geta horft á beina útsendingu á RÚV. ÁFRAM AFTURELDING- BIKARINN …

Íslandsmeistarar í 5.d kvk

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Einn af mikilvægum þáttum í yngri flokka starfi Blakdeildar Aftureldingar er þátttaka unglingaliðanna okkar í neðri deildum Íslandsmóti fullorðinna. Kvennamegin eru 6 deildir og í hverri deild frá 2.deild og niður eru 12 lið fyrir utan neðstu tvær sem telja 10 lið hvor deild. Afturelding Ungar eins og liðið okkar hét spilaði í 5.deildinni í vetur.  Um helgina fóru fram …

Nýtt byrjendanámskeið í blaki fyrir fullorðna að hefjast

Blakdeild Aftureldingar Blak

Blakdeild Aftureldingar byrðjaði með byrjendanámskeið fyrir fullorðna í haust og mánudaginn 24.janúar hefst annað námskeið. Skráningar fara fram á netfangið: blakdeildaftureldingar@gmail.com og nauðsynlegt er að skrá sig til að gæta að sóttvörnum og samkomutakmörkunum.

Thelma Dögg Grétarsdóttir íþróttakona Mosfellsbæjar 2021

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar fór fram í dag, þann 6.janúar. Okkar kona, Thelma Dögg hlaut viðurkenninguna að þessu sinni,  hún  er virkilega vel að þessu komin eftir frábært ár. Blakdeild Aftureldingar ákaflega stolt af henni og óskum við henni innilega til hamingju með þennan heiður en Thelma hefur átt frábært blakár og er tvöfaldur Íslandsmeistari, bæðí í inniblaki með liði sínu …

Afturelding með þrjár í úrvalsliðinu.

Blakdeild Aftureldingar Blak

. Afturelding á þrjá leikmenn í úrvalsliði fyrri hluta leiktíðarinnar kvennamegi og eru það þær: Thelma Dögg Grétarsdóttir sem besti díóinn, María Rún Karlsdóttir sem annar af bestu kantsmössurum í liðinu og Luz Medina sem besti uppspilarinn. Frábærir leikmenn þarna á ferðinni og óskum við þeim til hamingu með valið.  

Sunna Rós og Magni valin í U17 og U18

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Búið er að velja lokahópa U17 og U18 ára landsliða Íslands í blaki. Liðin halda til Danmerkur og taka þátt í undankeppni EM þann 16. desember og koma heim þann 20.desember.  Blakdeild Aftureldingar á fulltrúa í báðum liðum því Sunna Rós Sigurjónsdóttir fer með U17 stúlkna á mótið og Magni Þórhallsson fer með U18 pilta landsliðinu. Við óskum þeim innilega …