U17 og U19 fulltrúar Aftureldingar

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Í fyrsta sinn í 2 ár fengu U-landsliðin okkar  í blaki að fara og spila erlendis.  NEVZA mótin sem eru Norður-Evrópumót í blaki voru haldin í október.  U17 fór til Ikast í Danmörku og U19 mótið var haldið í jólabænum Rovaniemi.sem er talin heimabær jólasveinsins og er í Lapplandi í Finnlandi. Afturelding átti 2 þátttakendur í U17 liðunum, Magni Þórhallsson …

Afturelding efst eftir fyrri hluta Íslandsmótsins

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Fyrri hluti Íslandsmótsins í blaki fyrir  U12, U14, og U16 ára aldursflokka var haldið að Varmá um helgina. Leiknir voru 99 leikir þar sem samtals  44 lið  tóku þátt.  Liðin komu frá 10 félögum alls staðar af landinu. Afturelding sendi 2 lið í U12 stúlkna og einnig lið í U16 pilta og stúlkna. Stúlkurnar í U16 gerðu sér lítið fyrir …

Íslandsmeistararnir byrjuðu titilvörnina með öruggum sigri á Húsavík.

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Fyrsti leikur Íslandsmeistaranna okkar var í kvöld þegar stelpurnar okkar héldu norður í land og sóttu nýliðana í Úrvalsdeildinni heim en Völsungur vann 1.deild kvenna í vor. Talsverðir yfirburðir voru eins og búast mátti við og unnu stelpurnar öruggan sigur 3-0. Þær unnu hrinurnar 25-9. 25-18 og 25-13. Stigahæst í leiknum var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 19 stig. Næsti leikur …

Frábær byrjun hjá strákunum í blakinu.

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Blakleiktíðin í úrvalsdeild karla hófst um helgina og átti karlaliðið okkar fyrstu leikina við Vestra frá Ísafirði og voru spilaðir tveir leikir að Varmá. Vestri sló okkar menn einmitt út úr úrslitakeppnninni í vor og áttu okkar menn því harma að hefna. Þeir gerðu það svo sannarlega því þeir unnu báða leikina 3-1 þar sem Sigþór Helgason var stigahæstur í …

Ísland vann Smáþjóðamótið í U19

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

U19 ára kvennalandslið Íslands í blaki vann Færeyjar í úrslitaleik Smáþjóðamótsins sem haldið var á Laugarvatni um helgina. Afturelding átti 3 leikmenn í hópnum , Daníela Grétrsdóttir uppspilari, Rut Ragnarsdóttir frelsingi og Valdís Unnur Einarsdóttir miðja og voru þær allar í byrjunarliðinu og stóðu sig frábærlega eins og allt liðið. Aðalþjálfari liðsins er Borja Gonzalez Vincete þjálfari kvenna og karlaliða …

Afturelding með þrjár í U19 landsliði kvenna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Um komandi helgi, 2-4 september fara fram fyrstu landsleikir í blaki  U liða  síðan haustið 2019 þegar U19 kvennaliðið tekur þátt í Smáþjóðamóti. Blaksamband Íslands hefur skipulagt mótið á Laugarvatni í samstarfi með Smáþjóðanefndinni. Ísland spilar við lið Gíbraltar, Möltu og Færeyja og verður opið fyrir áhorfendur og einnig verður leikjunum streymt. Afturelding á þrjá fulltrúa í liðinu og eru …

Byrjendablak fyrir fullorðna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Blakdeild Aftureldingar býður upp á byrjendablak fyrir fullorðna á þriðjudögum kl 21:15-22:45 Æft verður einu sinni í viku undir leiðsögn þjálfara og byrjar námskeiðið þriðjudaginn 7. september og fara æfingar fram í sal 3 í íþróttahúisnu að Varmá. Allir velkomnir, bæði karlar og konur. Skráning á:  blakdeildaftureldingar@gmail.com

Thelma Dögg Grétarsdóttir er Íslandsmeistari í strandblaki kvenna 2021

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Íslandsmotið í strandblaki fór fram í Fagralundi á glæsilegu og endurbættu svæði þar sem 4 vellir voru komnir upp og frábær aðstaða fyrir áhorfendur einnig. Afturelding átti þátttakendur í flestum deildum og komu flestir þátttakendur okkar með verðlaun heim. Thelma Dögg Grétarsdóttir varða Íslandsmeistari í kvennaflokki ásamt meðspilara sínum Hjördísi Eiríksdóttur en þær unnu ríkjandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum 2-0. Daníela …

Thelma Dögg með 5 viðurkenningar á uppskeruhátíð BLí

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Ársþing Blaksambands Íslands var haldið laugardaginn 5.júní og á þinginu voru veittar viðurkenningar og valið í lið ársins.  Blakdeild Aftureldingar átti 3 fulltrúa í liði ársins í Mizunodeild kvenna: Uppspilarann; Luz Medina, kantsmassarann Maríu Rún Karlsdóttur og díó spilarann Thelmu Dögg Grétarsdóttur. Auk þess fékk Thelma Dögg viðurkenningur fyrir að vera; Stigahæst í sókn, stigahæst í uppgjöfum og stigahæst samtals. …

AFTURELDING ÍSLANDSMEISTARAR KVENNA Í BLAKI

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar spiluðu hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn við HK í dag. Fyrsta leikinn tóku HK stúlkur nokkuð örugglega og gátu með sigri að Varmá s.l. þriðjudag hampað titlinum en vinna þurfti 2 leiki. Aftureldingarstúlkur voru ekki til í það og sigruðu annan leikinn mjög örugglega og tryggðu sér oddaleik sem þær mættu í eins og sá sem valdið hafði og …