Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar fór fram í dag, þann 6.janúar. Okkar kona, Thelma Dögg hlaut viðurkenninguna að þessu sinni, hún er virkilega vel að þessu komin eftir frábært ár. Blakdeild Aftureldingar ákaflega stolt af henni og óskum við henni innilega til hamingju með þennan heiður en Thelma hefur átt frábært blakár og er tvöfaldur Íslandsmeistari, bæðí í inniblaki með liði sínu …
Afturelding með þrjár í úrvalsliðinu.
. Afturelding á þrjá leikmenn í úrvalsliði fyrri hluta leiktíðarinnar kvennamegi og eru það þær: Thelma Dögg Grétarsdóttir sem besti díóinn, María Rún Karlsdóttir sem annar af bestu kantsmössurum í liðinu og Luz Medina sem besti uppspilarinn. Frábærir leikmenn þarna á ferðinni og óskum við þeim til hamingu með valið.
Sunna Rós og Magni valin í U17 og U18
Búið er að velja lokahópa U17 og U18 ára landsliða Íslands í blaki. Liðin halda til Danmerkur og taka þátt í undankeppni EM þann 16. desember og koma heim þann 20.desember. Blakdeild Aftureldingar á fulltrúa í báðum liðum því Sunna Rós Sigurjónsdóttir fer með U17 stúlkna á mótið og Magni Þórhallsson fer með U18 pilta landsliðinu. Við óskum þeim innilega …
U17 og U19 fulltrúar Aftureldingar
Í fyrsta sinn í 2 ár fengu U-landsliðin okkar í blaki að fara og spila erlendis. NEVZA mótin sem eru Norður-Evrópumót í blaki voru haldin í október. U17 fór til Ikast í Danmörku og U19 mótið var haldið í jólabænum Rovaniemi.sem er talin heimabær jólasveinsins og er í Lapplandi í Finnlandi. Afturelding átti 2 þátttakendur í U17 liðunum, Magni Þórhallsson …
Afturelding efst eftir fyrri hluta Íslandsmótsins
Fyrri hluti Íslandsmótsins í blaki fyrir U12, U14, og U16 ára aldursflokka var haldið að Varmá um helgina. Leiknir voru 99 leikir þar sem samtals 44 lið tóku þátt. Liðin komu frá 10 félögum alls staðar af landinu. Afturelding sendi 2 lið í U12 stúlkna og einnig lið í U16 pilta og stúlkna. Stúlkurnar í U16 gerðu sér lítið fyrir …
Íslandsmeistararnir byrjuðu titilvörnina með öruggum sigri á Húsavík.
Fyrsti leikur Íslandsmeistaranna okkar var í kvöld þegar stelpurnar okkar héldu norður í land og sóttu nýliðana í Úrvalsdeildinni heim en Völsungur vann 1.deild kvenna í vor. Talsverðir yfirburðir voru eins og búast mátti við og unnu stelpurnar öruggan sigur 3-0. Þær unnu hrinurnar 25-9. 25-18 og 25-13. Stigahæst í leiknum var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 19 stig. Næsti leikur …
Frábær byrjun hjá strákunum í blakinu.
Blakleiktíðin í úrvalsdeild karla hófst um helgina og átti karlaliðið okkar fyrstu leikina við Vestra frá Ísafirði og voru spilaðir tveir leikir að Varmá. Vestri sló okkar menn einmitt út úr úrslitakeppnninni í vor og áttu okkar menn því harma að hefna. Þeir gerðu það svo sannarlega því þeir unnu báða leikina 3-1 þar sem Sigþór Helgason var stigahæstur í …
Ísland vann Smáþjóðamótið í U19
U19 ára kvennalandslið Íslands í blaki vann Færeyjar í úrslitaleik Smáþjóðamótsins sem haldið var á Laugarvatni um helgina. Afturelding átti 3 leikmenn í hópnum , Daníela Grétrsdóttir uppspilari, Rut Ragnarsdóttir frelsingi og Valdís Unnur Einarsdóttir miðja og voru þær allar í byrjunarliðinu og stóðu sig frábærlega eins og allt liðið. Aðalþjálfari liðsins er Borja Gonzalez Vincete þjálfari kvenna og karlaliða …
Afturelding með þrjár í U19 landsliði kvenna
Um komandi helgi, 2-4 september fara fram fyrstu landsleikir í blaki U liða síðan haustið 2019 þegar U19 kvennaliðið tekur þátt í Smáþjóðamóti. Blaksamband Íslands hefur skipulagt mótið á Laugarvatni í samstarfi með Smáþjóðanefndinni. Ísland spilar við lið Gíbraltar, Möltu og Færeyja og verður opið fyrir áhorfendur og einnig verður leikjunum streymt. Afturelding á þrjá fulltrúa í liðinu og eru …
Byrjendablak fyrir fullorðna
Blakdeild Aftureldingar býður upp á byrjendablak fyrir fullorðna á þriðjudögum kl 21:15-22:45 Æft verður einu sinni í viku undir leiðsögn þjálfara og byrjar námskeiðið þriðjudaginn 7. september og fara æfingar fram í sal 3 í íþróttahúisnu að Varmá. Allir velkomnir, bæði karlar og konur. Skráning á: blakdeildaftureldingar@gmail.com