Kvennaliðið okkar spilaði við HK í kvöld í Fagralundi. Stelpurnar voru mjög sannfærandi og unnu leikinn 1-3 .Thelma Dögg Grétarsdóttir var stigahæst okkar kvenna með 25 stig. Stelpurnar eru í 2.sæti deildarinnar með 21 stig. Strákarnir spiluðu við Þrótt Vogum í 1.deild karla og fór sá leikur einnig 1-3 og sitja þeir á toppi 1.deildar karla með °19 stig.
Thelma Dögg með 50 landsleiki og silfurmerki BLI á NOVOTEL CUP
Um helgina fór fram NOVOTEL CUP mótið í Luxembor og sendi Ísland bæði karla- og kvennaliðin sín á mótið. Bæði liðin náðu bronsverðlaunum á mótinu. Thelma Dögg Grétarsdóttir fékk afhent silfurmerki Blaksambands Íslands þar sem hún spilaði sinn 50.leik fyrir Íslands hönd á mótinu. Níu nýliðar spiluðu sinn fyrsta A landsleik og fengu þau öll afhent bronsmerki sambandsins. Af þeim …
Afturelding með 6 í kvennalandsliðinu og 3 í karlalandsliðinu á NOVOTEL CUP
Landsliðsþjálfarar bæði karla og kvenna hafa valið lokahóp sinn sem tekur þátt í NOVOTEL CUP í Luxemborg dagana 3.-5. janúar 2020. Liðin hafa æft undanfarna daga og voru lokahóparnir gefnir út í dag. Kvennalandsliðið er ungt að árum með reynslubolta í fararbroddi en alls eru 5 leikmenn að spila sinn fyrsta A landsleik í mótinu. Borja og Valal sem þjálfa …
3 leikmenn og þjálfari kvennaliðsins í úrvalsliði fyrri hlutans
Afturelding á 3 leikmenn og þjálfara kvennaliðsins okkar í úrvalsliðum Mizunodeildanna, fyrri hluta leiktímabilsins. Besti frelsingi karlamegin var valin Kári Hlynsson Besti frelsingi kvennamegin var valin Kristina Apostolova Annar af bestu köntum kvennamegin var valin María Rún Karlsdóttir Besti þjálfari kvennamegin var valin Borja Vincente, þjálfari kvennaliðs Aftureldingar. Til hamingju
Síðasti leikurinn fyrir jól hjá strákunum
Síðasti leikurinn í Mizunodeild karla fyrir jól er í kvöld að Varmá þegar Afturelding fær HK í heimsókn. HK er í 2.sæti en gæti náð toppsætinu vinni þeir leikinn. Afturelding getur tryggt sig í 4.sæti deildarinnar með sigri. Áfram Afturelding
Afturelding með 5 fulltrúa í 18 manna æfingahópi A landsliðs karla í blaki
Þjálfarateymi karlalandsliðsins í blaki hafa valið 18 leikmenn í æfingahóp fyrir næsta landsliðsverkefni en liðið fer á NOVOTEL Cup í Luxemborg fyrstu helgina á nýju ári. Tihomir Paunovski og Egill Þorri Arnarsson hafa valið 18 leikmenn en 14 leikmenn fara til Luxemborgar þann 1. janúar, Eftirtaldir voru valdir frá Aftureldingu og óskum við þeim til hamingju og góðs gengis: Bjarki …
Afturelding á 6 fulltrúa í æfingahópi A landslið kvenna
Landsliðin í blaki taka átt í NOVOTEL CUP í Luxemborg sem fram fer í byrjun janúar. Borja Gonzalez Vicente og Ana María Vidal Bouza þjálfarar kvennaliðs Aftureldingar í blaki og landsliðsþjálfarar kvenna hafa valið æfingahóp sinn fyrir verkefnið en 14 leikmenn munu fara til Luxemborgar þann 1. janúar 2020. Alls 6 leikmenn frá Aftureldingu ná inn í æfingahópinn en þau hafa …
Ósigraðar í 1.deild kvenna
Blaksamband Íslands ákvað að þau félög sem væru með lið í úrvalsdeildum væri heimilt að senda B lið til keppni í 1.deildum karla og kvenna, Þau lið eru því skipuð ungum leikmönnum sem ekki eru að spila alla leiki í úrvalsdeildum sinna félaga og hugsunin að þau fái þarna leikreynslu. Afturelding er með B-lið bæði í 1.deild karla og kvenna …
Þrír leikir og þrír sigrar hjá Blakdeildinni
Þrjú Aftureldingarlið áttu leik á miðvikudagskvöldið. Afturelding B í 1.deild karla fékk topplið deildarinnar , HK B í heimsók og unnu þá sannfærandi 3-0 að Varmá. Strax á eftir spilaði Afturelding X í 1.deild kvenna við Álftanes 2 og þar urðu úrslitin þau sömu. Sannfærandi 3-0 sigur. Í Mizunodeild kvenna spilaði Afturelding við Þrótt Reykjavík í Laugardalshöll og unnu þær …
Sigur og tap hjá strákunum á Ísafirði
Strákarnir héldu vestur og spilðu 2 leiki við Vestra á Ísafirði um helgina. Vestri er með í Mizunodeild karla í fyrsta skipti og með áhugavert lið þar sem uppistaðan eru erlendir leikmenn. Leikurinn á laugardaginn unnu okkar menn 1-3 og náðu sér því í 3 stig þar og sigur annan leikinn í röð. Sunnudagsleikurinn var ekki eins sannfærandi hjá okkar …