Strákarnir komu – sáu og sigruðu á Akureyri

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Strákanri okkar í Mizunodeildinni höfðu ekki unnið leik á leiktíðinni þegar þeir héldu norður og spiluðu við Íslands,-deildar og bikarmeistara KA á miðvikudagskvöldið. Búist var við erfiðum leik en Afturelding byrjaði af krafti og hreinlega yfirspluðu KA menn á köflum. Þeir unnu leikinn-1-3 og eru vonandi komnir á sigurbraut.  Þeir halda á Ísafjörð  um helgina og spila 2 leiki við …

Skemmtilegur leikur milli Aftureldingarliðanna í 1.deild kvk

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Aftuelding B  tók á móti Aftureldingu X  í 1.deild Íslandsmótsins í blaki á miðvikudagskvöldið. B liðið samanstendur af ungu stúlkunum okkar og X liðið samanstendur af eldri og reynslumeiri konum þar sem sumar eru mæður yngri leikmannanna. Skemmtilegt að segja frá því að tvær mæðgur voru í liðunum, þar sem dæturnar spiluðu með B liðinu og mömmurnar með X liðinu.  …

Strákarnir fá Álftanes í heimsókn á miðvikudaginn

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Strákarnir okkar  í Mizunodeildinni fá lið Álftaness í heimsókn á miðvikudaginn og hefst leikurinn kl 20:00.  Okkar menn eiga enn eftir að vinna leik í deildinni í vetur en þeir hafa spilað 4 leiki og sitja í 5.sæti deildarinnar.  Álftanes er í 3ja sæti eftir 5 leiki.  Hvetjum strákana okkar áfram og mætum á völlinn.

Aftuelding fær Álftanes í heimsókn í Mizunodeild kvenna

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar í Mizunodeild kvenna fá lið Álftaness í heimsókn að Varmá í kvöld, miðvikudag og hefst leikurinn kl 19:00  Okkar stúlkur eru ósigraðar hingað til og stefna hátt í vetur. Strax að leik loknum þá hefst leikur í 1.deild kvenna þegar Afturelding tekur á móti Þrótti R B

Blakveisla um helgina að Varmá

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Bæði karla-og kvennaliðin okkar taka á móti Þrótti Nes um helgina. Karlaliðið spilar sinn fyrsta heimaleik á laugardaginn kl 13:15 og stelpurnar fylgja á eftir og spila kl 15:15. Á sunnudaginn spila karlaliðin aftur og hefst sá leikur kl 13:00 Sjáum vonandi stúkuna rauða en bein útsending verður frá öllum leikjunum.

U19 landslið Íslands á NEVZA

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Fulltrúar Aftureldingar í U19 ára landsliði Íslands sem taka þátt í NEVZA (Norður Evrópumót) í blaki sem fram fer þessa dagana í Finnlandi  eru: Sigvaldi Örn Óskarsson, Daníela Grétarsdóttir, Kristín Fríða Sigurborgardóttir, Hilmir Berg Halldórsson og Birta Rós Þrastardóttir. Bæði stúlkna og drengjaliðin spila um 5-7 sætið á mótinu.  

Stelpurnar með góðan sigur á HK

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Fyrsti heimaleikur kvennaliðsins í Mizunodeildinn í blaki var í kvöld, miðvikudag og fengu stelpurnar HK í heimsókn. Skemmst er frá að segja að Aftureldingarstúlkur unnu öruggan 3-1 sigur þar sem Thelma Dögg Grétarsdóttir vara stigahæst okkar stúlkna með 20 stig og María Rún Karlsdóttir með 18 stig. Stelpurnar eru búnar að spila 2 leiki og vinna þá báða svo þær …

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í blaki á miðvikudaginn

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Fyrsti heimaleikur kvennaliðs Aftureldingar á nýju keppnistímabili Mizunodeildarinnar fer fram að Varmá  á miðvikudaginn þann 9.október  og hefst kl. 20:00 þegar Afturelding tekur á móti HK. Í tilefni bleika dagsins (11.október) hefur blakdeild Aftureldingar ákveðið að allur ágóði af miðasölu á leikinn renni óskertur til Bleiku slaufunnar. Við hvetjum því stuðningsmenn til að mæta á pallana til að styðja sitt …

Hilmir Berg Halldórsson valin í A landslið karla

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Uppspilari karlaliðs Aftureldingaar Hilmir Berg Halldórssonn hefur verið valin í lokahóp A landsliðs karla í blaki. Hilmir hefur tekið þátt í landsliðsverkefnum í U19 og U17 ára landsliðum Íslands. Karlalandsliðið fer til Færeyja næstkomandi fimmtudag í Evrópukeppni Smáþjóða. Þjálfarar liðsins eru Filip Szewczyk og Miguel Mateo Castrillo en liðið er töluvert breytt frá því á Smáþjóðaleikunum í vor. Liðið spilar þrjá …

Blakið hafið með sigri og tapi

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Fyrstu leikir í Mizunodeildum karla og kvenna hófust í kvöld, föstudag þegar Aftuelding sótti Álftanes heim. Selpurnar hófu leikinn og tóku öll stigin með sér því þær unnu leikinn 3-0 og hefja því leiktíðina á sigri. Strákarnir spiluðu á eftir en áttu erfiðar uppdráttar þar sem þeir töpuðu 1-3 fyrir heimamönnum. Fyrstu heimaleikir leiktíðarinnar eru á morgun, laugardag þegar við …