Elvar leikur með TVB Stuttgart á næstu leiktíð

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Hand­knatt­leiksmaður­inn Elv­ar Ásgeirs­son hef­ur samið við þýska efstu­deild­arliðið TVB 1898 Stutt­g­art til tveggja ára. Hann yf­ir­gef­ur Aft­ur­eld­ingu eft­ir nú­ver­andi keppn­is­tíma­bil og flyt­ur til Þýska­lands í sum­ar. Elv­ar dvaldi hjá Stutt­g­art-liðinu í nóv­em­ber við æf­ing­ar og í fram­hald­inu buðu for­ráðamenn fé­lags­ins hon­um samn­ing sem nú hef­ur orðið að veru­leika. Síðustu end­arn­ir voru hnýtt­ir fyr­ir helg­ina. Elv­ar er 24 ára gam­all og hef­ur alla …

Öruggur sigur hjá Aftureldingu gegn Akureyri

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Aft­ur­eld­ing vann afar ör­ugg­an sig­ur á Ak­ur­eyri, 30:22, í 15. um­ferð Olís-deild­ar karla í hand­knatt­leik að Varmá í dag. Aldrei lék vafi hvor­um meg­in sig­ur­inn félli því Ak­ur­eyr­arliðið stóð Mos­fell­ing­um langt að baki frá nán­ast fyrstu mín­útu leiks­ins. Staðan í hálfleik var 16:12, Aft­ur­eld­ingu í vil, sem sit­ur áfram í fimmta sæti deild­ar­inn­ar, hef­ur nú 17 stig. Aft­ur­eld­ing­arliðið tók völd­in …

Sleggjan styður við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Meistaraflokkur karla í handknattleik og Sleggjan hafa gert með sér styrktarsamning til næstu þriggja ára. Sleggjan er þjónustuverkstæði atvinnutækja og er nýlega tekið til starfa í Mosfellsbæ. „Stuðningurinn er afar dýrmætur afreksstarfi félagsins og alltaf gaman að sjá fyrirtæki í Mosfellsbæ leggja lóð sitt á vogarskálarnar og styðja myndarlega við íþróttastarf bæjarins,“ segir Haukur Sörli Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs karla í …

Afurelding með góðan útisigur á Víkingi

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding vann góðan útisigur á Víkingi Reykjavík í Grill66-deild kvenna á föstudagskvöld. Leiknum lyktaði með fjögurra marka sigri Aftureldingar, 18-22. Staðan í hálfleik var 6-11 fyrir Aftureldingu. Þóra María Sigurjónsdóttir og Kiyo Inage voru atkvæðamestar í liði Aftureldingar en þær skoruðu sjö mörk hvor. Afturelding hefur leikið ákaflega vel síðustu mánuði og tapaði síðast leik í lok október. Afturelding er …

Stelpurnar hófu árið með sigri á FH

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Meistaraflokkur kvenna í handbolta fer vel af stað í ár og styrkti stöðu sína í öðru sæti Grill66-deildar kvenna í handbolta. Liðið lagði FH að Varmá í gær, 24-18 í leik þar sem Afturelding hafði yfirhöndina nær allan leikinn. Þóra María Sigurjónsdóttir átti góðan leik og skoraði alls 9 mörk. Kiyo Inage kom næst með 7 mörk og Jónína Líf Ólafsdóttir …

Prufaðu að æfa handbolta á meðan á HM stendur

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður öllum krökkum að prufa að æfa handbolta á meðan á HM í handbolta stendur. Við hvetjum alla krakka í Mosfellsbæ til að nýta sér þetta tækifæri til að prufa þessa frábæra íþrótt. Allar æfingar fara fram undir handleiðslu okkar frábæru þjálfara hjá Aftureldingu. Til að prufa handbolta hjá Aftureldingu þarf bara að mæta á æfingu – ekki …

Andlát: Kolbeinn Aron Arnarson

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Kolbeinn Aron Arnarson, markmaður ÍBV í handbolta og fyrrverandi markvörður Aftureldingar, er látinn. Hann var bráðkvaddur á heimili sínu 29 á að aldri. Kolbeinn Aron eða Kolli eins og hann var ávallt kallaður lék með Aftureldingu tímabilið 2017-2018. Þar áður hafi hann verið einn af lykilmönnum í velgengi handboltans í Vestmannaeyjum þar sem hann uppalinn. Hjá Aftureldingu var hann fádæma …

Dregið í jólahappdrætti meistaraflokks kvenna – Vinningsnúmer

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Dregið var síðdegis í jólahappdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta. Þátttaka í happdrættinu var feikilega góð þetta árið og þökkum við kærlega fyrir veittan stuðnings. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi alþingiskona og bæjarstjóri Mosfellsbæjar, sá um að draga út vinningsnúmerin að þessu sinni. Hægt er að vitja vinninga, alla virka dag milli klukkan 08:00 og 17:00 í Desjamýri 8, 270 Mosfellsbæ(gengið inn á gaflinum). …

Jólanámskeið handknattleiksdeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Í kringum jólahátíðina verður haldið handboltanámskeið Aftureldingar. Skólastjórar námskeiðsins verða Einar Andri Einarsson og Haraldur Þorvarður þjálfarar meistaraflokka karla og kvenna. Þjálfarar deildarinnar munu þjálfa á námskeiðinu auk þess sem að markmannsþjálfarar mæta á námskeiðið. Æft verður í tveimur hópum í tveimur sölum. Annars vegar iðkendur fæddir 2003, 2004, og 2005 og hins vegar iðkendur fæddir 2006, 2007 og 2008. …

Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta – Glæsilegir vinningar!

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Meistaraflokkur kvenna í handbolta stendur fyrir stórglæsilegu happdrætti núna fyrir jólahátíðina. Happdrættið er fjáröflun fyrir flokkinn sem er í toppbaráttunni í Grill66-deild kvenna í handbolta. Óhætt er að segja að glæsilegir vinningar séu í boði en meðal annars er hægt að vinna Nespresso kaffivél, gjafabréf frá Húsgagnahöllinni og margt fleira. Alls verða dregnir út 40 heppnir vinningshafar og því til …