Þórður Jökull Henrysson náði B-réttindum í dómgæslu í kata nú nýverið. Karatedeildin hefur nú á 6 dómurum að skipa, 5 með B-réttindi í kata og 1 með B-réttindi í kumite. Á myndinni má sjá Þórð eftir dómaraprófið ásamt Elínu B. Arnarsdóttur. Lista yfir dómara með réttindi frá Karatesambandi Íslands má sjá hér.
Íslandsmeistarar í karate
Helgina 4. – 5. maí sl. var haldið íslandsmeistaramót barna- og unglinga í karate. Keppt var í einstaklings kata 8-11 ára (börn) og 12-17 ára (unglingar) auk liðakeppni í kata. Alls voru 237 keppendur frá 10 félögum skráðir til leiks auk 40 hópkataliða. Þrettán keppendur þátt fyrir hönd Aftureldingar auk eins hópkataliðs. Allir keppendurnir stóðu sig frábærlega þó ekki hafi …
Annað Bikar- og Grand Prix mót 2019
Annað Bikar- og Grand Prix mót vetrarins var haldið að Varmá 27. apríl. s.l. Á bikarmótinu sem er fyrir 16 ára og eldri keppti Þórður Jökull í kata fyrir Aftureldingu og lenti hann í þriðja sæti. Úrslit úr bikarmótinu má nálgast hér. Á Grand Prix mótinu átti Afturleding sjö keppendur í átta greinum, en alls voru 110 skráningar á mótið. …
Bikar- og Grand Prix mót í Mosfellsbæ
Karatedeild Aftureldingar heldur uppi fjörinu að Varmá í dag, laugardaginn 27. apríl. Tvö mót á vegum Karatesamband Íslands eru haldin þar í dag. Bikarmótið byrjar kl 9:30-11:00 en þar eru keppendur 16 ára og eldri. Grand prix mótið, þar sem keppendur eru á aldrinum 12-16 ára byrjar kl 12:00-17:00. Mótin er haldin í sal 1 og við hvetjum allt áhugafólk …
Nýjir svartbeltarar – gráðun hjá sensei Morris
Fjórir nýjir svartbeltarar bættust í hópinn 16. mars 2019 þegar þeir luku 8 klukkustunda gráðun hjá sensei Steven Morris. Þrír til viðbótar staðfestu svarta beltið og fengu þar með 1. dan (shodan). Á myndinni hér að ofan má sjá nýju svartbeltarana og þá sem fengu 1. dan. Í efri röð frá vinstri: Zsolt Kolcsár shodan ho, Hugi Tór Haraldsson shodan …
Oddný með silfur á Katapokalen
Laugardaginn 16. mars fór fram sterkt opið bikarmót í Svíþjóð. Landslið og unglingalandslið Íslands tóku þátt og unnu alls til 17 verðlauna. Oddný Þórarinsdóttir úr Aftureldingu náði lengst í einstaklingsgreinum, en hún lenti í 2. sæti í flokki 14 – 15 ára stúlkna, en 38 keppendur voru í flokknum. Alls keppti Oddný 5 bardaga og vann 4. Þórður Jökull Henrysson …
Fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Karatedeild Aftureldingar hefur endurnýjað samning sinn við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands um fyrirmyndafélag. Viðurkenningin er veitt fyrir fyrirmyndarstarf fyrir börn og unglinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur. Skilyrðin snúa að skipulagi félagsins, umgjörð þjálfunar og keppni, fjármálastjórn, menntun þjálfara, félagsstarfi, foreldrastarfi, fræðslu, forvörnum og jafnréttismálum. Karatedeildin hefur verið með viðurkenninguna Fyrirmyndarfélag allt frá árinu 2006.
Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata
Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata var haldið 9. mars. Afturelding hefur ekki átt keppanda í fullorðinsflokki í nokkur ár, en Þórður Jökull Henrysson hefur nýlega öðlast þátttökurétt í flokkinum og var hann eini keppandi Aftureldingar á mótinu að þessu sinni. Þórður sýndi og sannaði að hann hefur bætt sig gríðarlega undanfarið ár en hann lenti í 3. sæti eftir tvo örugga …
Aðalfundur karatedeildar
Aðalfundur karatedeildar verður haldinn 11. mars 2019 kl. 19:30 í bardagasalnum. Í upphafi fundar verður samningur um fyrirmyndafélag ÍSÍ endurnýjaður. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar ársins 2018 5. Kosning formanns 6. Kosning stjóarmanna 7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar 8. Önnur mál Hlökkum til að sjá sem flesta, foreldra …
Fyrsta Grand Prix mótið 2019
Grand Prix mótaröðin hófst nú um helgina, en hún er bikarmótaröð ungmenna 12-18 ára. Alls voru 95 þátttakendur skráðir til keppni og var karatedeildin með 7 iðkendur skráða. Af þeim sem kepptu komust þrír í verðlaunasæti: Dóra Þórarinsdóttir kata 12 ára – 2. sæti Oddný Þórarinsdóttir, kata 14-15 ára – 1. sæti Þórður Jökull Henrysson, kata 16-17 ára – 1. …