Smáþjóðamótsmeistari 2019

Karatedeild AftureldingarKarate

Það var sannkölluð karateveisla þegar 6. smáþjóðamótið í karate (Small States of Europe Karate) var haldið í Laugardalshöll helgina 14. – 15. september, en þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið á Íslandi. Mótið var þar stærsta sem haldið hefur verið á Íslandi hingað til en alls voru 212 keppendur skráðir í 478 skráningum. Fyrir hönd Íslands var …

Oddný og Þórður með brons

Karatedeild AftureldingarKarate

Laugardaginn 17. ágúst tók landsliðsfólkið okkar, Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson þátt í sterku opnu móti með landsliði Íslands í karate í Helsinki í Finnlandi – Helsinki Karate Open. Oddný og Þórður stóðu sig frábærlega og náðu bæði þriðja sæti. Þátttaka í mótinu var liður í undirbúningi fyrir alþjóðlega Smáþjóðamótið í karate sem haldið verður að þessu sinni í Laugardalshöll …

Æfingar hefjast 3. september

Karatedeild AftureldingarKarate

Æfingar hjá karatedeild Aftureldingar hefjast þriðjudaginn 3. september 2019. Æfingar byrjenda hefjast 11. september 2019 Allir nýjir iðkendur eru velkomnir og hægt er að prófa í tvær vikur án skuldbindingar (4 æfingar). Sjá tímatöflu hér. Skráning fer fram hér.  

Nýr svartbeltari – gráðun hjá sensei Morris

Karatedeild AftureldingarKarate

Oddný Þórarinsdóttir bættist í hóp svartbeltara hjá karatedeild Aftureldingar 22. júní 2019 þegar hún lauk 7,5 klst. langri gráðun hjá sensei Steven Morris. Á myndinni hér að ofan má sjá Oddnýju með sensei Steven Morris að lokinni shodan ho gráðun.

Oddný vann gull á Gladsaxe Cup

Karatedeild AftureldingarKarate

Sunnudaginn 26. maí fór fram opna bikarmótið Gladsaxe Cup í Danmörku. Landslið Íslands sendi sex keppendur en að þessu sinni náði Oddný Þórarinsdóttir úr Aftureldingu frábærum árangri en hún sigraði cadett flokk stúlkna 14-15 ára auk þess sem hún fékk brons opnum flokki kvenna 14 ára og eldri. Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu keppti í junior flokki 16-17 ára pilta …

Þórður með gull á Gothenburg Open

Karatedeild AftureldingarKarate

Laugardaginn 25. maí fór fram opna bikarmótið Gothenburg Open í Svíþjóð. Landslið Íslands sendi sex keppendur en að þessu sinni náði Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu bestum árangri en hann sigraði junior flokk unglinga 16-17 ára pilta auk þess sem hann lenti í þriðja sæti í fullorðinsflokki karla. Oddný Þórarinsdóttir úr Aftureldingu keppti í cadett flokki 14-15 ára stúlkna og …

Nýr réttindadómari í karate

Karatedeild AftureldingarKarate

Þórður Jökull Henrysson náði B-réttindum í dómgæslu í kata nú nýverið. Karatedeildin hefur nú á 6 dómurum að skipa, 5 með B-réttindi í kata og 1 með B-réttindi í kumite. Á myndinni má sjá Þórð eftir dómaraprófið ásamt Elínu B. Arnarsdóttur. Lista yfir dómara með réttindi frá Karatesambandi Íslands má sjá hér.

Íslandsmeistarar í karate

Karatedeild AftureldingarKarate

Helgina 4. – 5. maí sl. var haldið íslandsmeistaramót barna- og unglinga í karate. Keppt var í einstaklings kata 8-11 ára (börn) og 12-17 ára (unglingar) auk liðakeppni í kata. Alls voru 237 keppendur frá 10 félögum skráðir til leiks auk 40 hópkataliða. Þrettán keppendur þátt fyrir hönd Aftureldingar auk eins hópkataliðs. Allir keppendurnir stóðu sig frábærlega þó ekki hafi …

Annað Bikar- og Grand Prix mót 2019

Karatedeild AftureldingarKarate

Annað Bikar- og Grand Prix mót vetrarins var haldið að Varmá 27. apríl. s.l. Á bikarmótinu sem er fyrir 16 ára og eldri keppti Þórður Jökull í kata fyrir Aftureldingu og lenti hann í þriðja sæti. Úrslit úr bikarmótinu má nálgast hér. Á Grand Prix mótinu átti Afturleding sjö keppendur í átta greinum, en alls voru 110 skráningar á mótið. …

Bikar- og Grand Prix mót í Mosfellsbæ

Ungmennafélagið AftureldingKarate

Karatedeild Aftureldingar heldur uppi fjörinu að Varmá í dag, laugardaginn 27. apríl. Tvö mót á vegum Karatesamband Íslands eru haldin þar í dag. Bikarmótið byrjar kl 9:30-11:00 en þar eru keppendur 16 ára og eldri. Grand prix mótið, þar sem keppendur eru á aldrinum 12-16 ára byrjar kl 12:00-17:00. Mótin er haldin í sal 1 og við hvetjum allt áhugafólk …