UngRÚV í heimsókn hjá Karatedeild Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingKarate

Nýverið fékk Karatedeild Aftureldingar góða heimsókn þegar Eydís Erna, fréttaritari UngRÚV, sótti deildina heim að Varmá og fékk að kynnast karateíþróttinni. Iðkendur og kennarar karatedeildar Aftureldingar tóku vel á móti Eydísi sem fékk kennslu og fræðslu í grunnatriðum íþróttarinnar. Oddný Þórarinsdóttir frá Aftureldingu er tekin tali og lýsir hún grunnatriðum íþróttarinnar. Sjá má innslagið í heild sinni á vef RÚV …

Nýtt æfingatímabil – vor 2019

Karatedeild AftureldingarKarate

Byrjendaæfingar eru að hefjast eftir jólafrí mánudaginn 7. janúar 2019 og eru æfingarnar á mánudögum og miðvikudögum. Þær skiptast eftir aldri. Gott er að vera í stuttermabol og íþróttabuxum eða karategalla. 5-7 ára eru kl. 17:30-18:15 að Varmá 8-11 ára eru kl. 18:15-19:00 að Varmá 16 ára og eldri eru kl. 20:30-21:30 í Egilshöll. Lögð er áhersla á styrktarþjálfun. Önnin …

Uppskeruhátíð Karatesambands Íslands

Karatedeild AftureldingarKarate

Uppskeruhátíð Karatesambands Íslands var haldin laugardaginn 1. desember, en þá eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Grand Prix mótaröðinni í hverjum flokki. Karatedeild Aftureldingar var með þrjá fulltúra í verðlaunasætum að þessu sinni. Þorgeir Björgvinsson – fyrsta sæti í kata 13. ára. Hann var einnig í þriðja sæti í kumite 13. ára pilta. Oddný Þórarinsdóttir – fyrsta sæti …

3. Bikarmót og 3. Grand prix mót Karatesambands Íslands

Karatedeild AftureldingarKarate

Um helgina fóru fram 3. bikarmót og 3. grand prix mót Karatesambands Íslands. Keppendur frá Aftureldingu tóku þátt og komust öll á pall í báðum mótum. Mótin voru liður í lokaundirbúningi Oddnýjar og Þórðar sem keppa á Norðurlandameistaramótinu um næstu helgi í Finnlandi, en þau sigruðu bæði sína flokka á mótinu.    

Vel heppnuð keppnisferð til Skotlands

Ungmennafélagið AftureldingKarate

Þá erum við komin heim eftir árlegar ferð til Skotlands klyfjuð verðlaunum. Frá Aftureldingu voru 5 keppendur og 3 frá Fjölni. Allir keppendur unnu til verðlauna og sumir unnu fleiri en ein. Afturelding var með 4 gull, 1 silfur og 4 brons. Fjölnir með 3 gull og 2 silfur. Í sumum greinum eins og hópkata þá keppa 3 saman og í …

Telma Rut Íslandsmeistari í kumite

Ungmennafélagið AftureldingKarate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite var haldið um helgina. Telma Rut Frímannsdóttir var eini keppandi Aftureldingar á mótinu, en hún hefur ekki tekið þátt í æfingum eða keppni í rúmlega tvö ár vegna anna við nám. Telma sýndi og sannaði að hún hafði engu gleymt og gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk, +61 kg örugglega. Hún tapaði svo naumlega í undanúrslitum …

Smáþjóðamót San Marinó

Ungmennafélagið AftureldingKarate

Þá hafa keppendur Aftureldingar lokið þátttöku á Smáþjóðamótinu í karate í San Marino með landsliði Íslands. Oddný keppti í kata cadet og lenti í þriðja sæti. Þórður Jökull keppti í hópkata fullorðinna en komst ekki áfram þar. Hann keppti einnig í kata junior og lenti í þriðja sæti. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn! Sjá má úrslit mótsins …

Tveir fulltrúar í landsliðshóp í Kata

Ungmennafélagið AftureldingKarate

  Þau Oddný Þórinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson hafa verið valin í landslið Kata.  Laugardaginn 8.september næstkomandi fer fram sterkt bikarmót Í Helsinki, sem heitir Finnish Open Cup. Ísland sendir vaska sveit keppenda á mótið, allt okkar landsliðsfólk í kata mun keppa. Íslensku keppendurnir nota þetta mót sem undirbúning fyrir Smáþjóðamótið sem haldið verður í San Marínó 28-29.september og fyrir …

Æfingatímabil 2018-2019

Karatedeild AftureldingarKarate

Byrjendur: Önnin hefst 12.september Æfingar er 2x í viku á mánudögum og miðvikudögum. Fyrir 5-7 ára, kl. 17:30-18:15. Fyrir 8-11 ára Kl. 18:15-19:00 Framhaldsiðkendur: Æfingar eru 3x í viku á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Æfingagjöld á haustönn 2018: Byrjendur  27.000 kr. fyrir 1 önn. Byrjum 12.september Framhaldsiðkendur 33.500 kr. fyrir 1 önn, 62.000 fyrir 2.annir. Byrjum 4.september Æfingar fara fram …

Æfa með landsliðinu

Karatedeild AftureldingarKarate

Nú á dögunum voru þrír iðkendur úr afrekshóp karatedeildar Aftureldingar valin til að æfa með landsliðinu í kata. Þetta eru þau Máni Hákonarson, Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrýson. Hér á myndinni má sjá þau ásamt Karin Hägglund, fyrrum landsliðsþjálfara Svía í kata, á æfingum sem karatesambandið stóð fyrir 20. – 22. apríl s.l. Mynd f.v. Máni, Oddný, Karin og …