Fjórir nýjir svartbeltarar bættust í hópinn 16. mars 2019 þegar þeir luku 8 klukkustunda gráðun hjá sensei Steven Morris. Þrír til viðbótar staðfestu svarta beltið og fengu þar með 1. dan (shodan). Á myndinni hér að ofan má sjá nýju svartbeltarana og þá sem fengu 1. dan. Í efri röð frá vinstri: Zsolt Kolcsár shodan ho, Hugi Tór Haraldsson shodan …
Oddný með silfur á Katapokalen
Laugardaginn 16. mars fór fram sterkt opið bikarmót í Svíþjóð. Landslið og unglingalandslið Íslands tóku þátt og unnu alls til 17 verðlauna. Oddný Þórarinsdóttir úr Aftureldingu náði lengst í einstaklingsgreinum, en hún lenti í 2. sæti í flokki 14 – 15 ára stúlkna, en 38 keppendur voru í flokknum. Alls keppti Oddný 5 bardaga og vann 4. Þórður Jökull Henrysson …
Fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Karatedeild Aftureldingar hefur endurnýjað samning sinn við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands um fyrirmyndafélag. Viðurkenningin er veitt fyrir fyrirmyndarstarf fyrir börn og unglinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur. Skilyrðin snúa að skipulagi félagsins, umgjörð þjálfunar og keppni, fjármálastjórn, menntun þjálfara, félagsstarfi, foreldrastarfi, fræðslu, forvörnum og jafnréttismálum. Karatedeildin hefur verið með viðurkenninguna Fyrirmyndarfélag allt frá árinu 2006.
Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata
Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata var haldið 9. mars. Afturelding hefur ekki átt keppanda í fullorðinsflokki í nokkur ár, en Þórður Jökull Henrysson hefur nýlega öðlast þátttökurétt í flokkinum og var hann eini keppandi Aftureldingar á mótinu að þessu sinni. Þórður sýndi og sannaði að hann hefur bætt sig gríðarlega undanfarið ár en hann lenti í 3. sæti eftir tvo örugga …
Aðalfundur karatedeildar
Aðalfundur karatedeildar verður haldinn 11. mars 2019 kl. 19:30 í bardagasalnum. Í upphafi fundar verður samningur um fyrirmyndafélag ÍSÍ endurnýjaður. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar ársins 2018 5. Kosning formanns 6. Kosning stjóarmanna 7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar 8. Önnur mál Hlökkum til að sjá sem flesta, foreldra …
Fyrsta Grand Prix mótið 2019
Grand Prix mótaröðin hófst nú um helgina, en hún er bikarmótaröð ungmenna 12-18 ára. Alls voru 95 þátttakendur skráðir til keppni og var karatedeildin með 7 iðkendur skráða. Af þeim sem kepptu komust þrír í verðlaunasæti: Dóra Þórarinsdóttir kata 12 ára – 2. sæti Oddný Þórarinsdóttir, kata 14-15 ára – 1. sæti Þórður Jökull Henrysson, kata 16-17 ára – 1. …
Telma Rut frábær fyrirmynd
Karatekonan Telma Rut Frímannsdóttir er gott dæmi um hvernig það að stunda íþróttir gerir okkur betri í hverju sem er. Telma Rut æfði, keppti og þjálfaði í mörg á með Aftureldingu auk þess sem hún keppti með landsliðinu. Hún er margfaldur íslandsmeistari í kumite og náði frábærum árangri í alþjóðlegum mótum. En hún æfði og keppti ekki eingöngu í karate heldur …
Reykjavíkurmeistarar – Reykjavik International Games (RIG)
Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) voru haldnir dagana 24. janúar – 4. febrúar 2019. Þetta er í tólfta sinn sem leikarnir voru haldnir og í sjöunda sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 27. janúar 2019. Keppendur voru 90 talsins frá 14 félögum, þar á meðal voru 12 erlendir keppendur frá Danmörku, …
UngRÚV í heimsókn hjá Karatedeild Aftureldingar
Nýverið fékk Karatedeild Aftureldingar góða heimsókn þegar Eydís Erna, fréttaritari UngRÚV, sótti deildina heim að Varmá og fékk að kynnast karateíþróttinni. Iðkendur og kennarar karatedeildar Aftureldingar tóku vel á móti Eydísi sem fékk kennslu og fræðslu í grunnatriðum íþróttarinnar. Oddný Þórarinsdóttir frá Aftureldingu er tekin tali og lýsir hún grunnatriðum íþróttarinnar. Sjá má innslagið í heild sinni á vef RÚV …
Nýtt æfingatímabil – vor 2019
Byrjendaæfingar eru að hefjast eftir jólafrí mánudaginn 7. janúar 2019 og eru æfingarnar á mánudögum og miðvikudögum. Þær skiptast eftir aldri. Gott er að vera í stuttermabol og íþróttabuxum eða karategalla. 5-7 ára eru kl. 17:30-18:15 að Varmá 8-11 ára eru kl. 18:15-19:00 að Varmá 16 ára og eldri eru kl. 20:30-21:30 í Egilshöll. Lögð er áhersla á styrktarþjálfun. Önnin …