Knattspyrnudeild Aftureldingar semur við uppalda leikmenn

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Það eru mikil gleðitíðindi úr herbúðum Aftureldingar þessa dagana en knattspyrnudeild samdi við átta uppalda leikmenn í vikunni. Gylfi Hólm Erlendsson (2002), Elmar Kári Enesson Cogic (2002), Aron Daði Ásbjörnsson (2002), Óliver Beck Bjarkason (2001), Guðjón Breki Guðmundsson (2001), Ólafur Már Einarsson (2001), Daníel Darri Gunnarsson (2001) og Patrekur Orri Guðjónsson (2002) Allir þessir leikmenn eru lykilmenn í 2.flokki og …

Aðalfundur knattspyrnudeildar fer fram 18. mars

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar fer fram 18. mars næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 18.30 í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá aðalfundar: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði. 4. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 5. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar,sem staðfestir hafa …

Eyþór lánaður heim

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Sóknarmaðurinn Eyþór Aron Wöhler er kominn aftur í Aftureldingu. Hann kemur á láni frá ÍA. Eyþór er uppalinn í Aftureldingu, en hann gekk í raðir ÍA á síðasta ári. Hann hefur enn ekki spilað keppnisleik fyrir ÍA í meistaraflokki. Eyþór, sem er fæddur árið 2002, á landsleiki í U16, U17 og U18 landsliðum Íslands. „Við fögnum því að fá Eyþór …

Þrír leikmenn á láni til Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í 1. deild kvenna næsta sumar. Þær Anna Hedda Björnsdóttir Haaker, Ragna Guðrún Guðmundsdóttir og Katrín Rut Kvaran hafa gengið til liðs við Aftureldingu frá Val á lánssamningum. Anna Hedda er að hefja feril sinn í meistaraflokki og kemur úr sigursælum 2002 árgangi hjá Val líkt og Ragna Guðrún og Katrín Rut, …

Sesselja Líf Valgeirsdóttir er komin heim!

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Sesselja Líf Valgeirsdóttir er komin heim í Aftureldingu frá ÍBV en þar hefur hún spilað undanfarin ár. Sessó hefur spilað 145 leiki í meistaraflokki með Aftureldingu, Þrótti R. og ÍBV, þá varð hún bikarmeistari með ÍBV árið 2017 og lék stórt hlutverk í liði ÍBV í Pepsi deild kvenna síðastliðin fjögur tímabil. Við í Aftureldingu erum ákaflega stolt að því …

Ísak Snær lánaður til Fleetwood

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Þau gleðitíðindi bárust í gær að Mosfellingurinn Ísak Snær Þorvaldsson fer á láni til Fleetwood í ensku C-deildina frá Norwich. Fleetwood er í 11. sæti í ensku C-deildinni en knattspyrnustjóri félagsins er Joey Barton. Hinn 18 ára gamli Ísak Snær hefur vakið mikla athygli með U23 ára liði Norwich og Fleetwood óskaði eftir að fá hann á láni í kjölfarið. …

Anna Bára í Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hefur samið við miðjumanninn Önnu Báru Másdóttur sem gengur til liðs við félagið frá ÍR. Anna Bára er miðjumaður á besta aldri og því mikill fengur fyrir liðið. Anna Bára var á dögunum kjörin knattspyrnukona ÍR fyrir árið 2019, þá hefur Anna Bára leikið 107 meistaraflokksleiki og skorað í þeim tvö mörk. Afturelding er í óða önn að styrkja hópinn …

Jon Tena á ný til Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hefur náð samkomulagi við spænska markvörðinn Jon Tena Martinez og mun hann leika með félaginu á komandi tímabili. Jon Tena lék með Aftureldingu síðari hluta tímabilsins á síðasta ári í Inkasso-deildinni og stóð sig afar vel. Var hann einn af lykilmönnum liðsins á lokasprettinum en Afturelding hafnaði í 8. sæti á síðustu leiktíð. Jon Tena er 27 ára gamall …

Frábært Lambhagamót í Fellinu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Um helgina fór fram fyrsta knattspyrnumótið í Fellinu, nýju knatthúsi að Varmá. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hélt stórskemmtilegt mót fyrir iðkendur í 8. flokki og tóku tæplega 200 keppendur þátt í mótinu. Lambhagi er aðalstyrktaraðili mótsins stóðu þau Hafberg og Hauður frá Lambhaga vaktina allt mótið og veittu öllum þátttakendum verðlaunapening ásamt Lambhagasalati og fersku íslensku vatni. Meistaraflokkur kvenna hjá …

Ísak Atli gengur til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hefur samið við varnarmanninn Ísak Atla Kristjánsson sem gengur til liðs við Aftureldingu úr uppeldisfélagi sínu Fjölni. Ísak er tvítugur að aldri og getur bæði leyst stöðu miðvarðar og bakvarðar. Ísak hefur þrátt fyrir ungan aldur góða reynslu úr Inkasso-deildinni og á að baki 33 leiki í deild og bikar. Hann var á láni hjá Leikni R. tímabilið 2017 …