Afreks- og styrktarsjóður

Afreks- og styrktarstjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar

Sjóður þessi er tilkominn vegna samnings milli Aftureldingar og Mosfellsbæjar um stuðning við afreksíþróttafólk í félaginu auk þess sem sjóðurinn styrkir þjálfara til endurmenntunar. Fyrsti samningurinn var gerður árið 2006.

Tekið er við umsóknum um styrki allt árið en úthlutað er úr sjóðnum að jafnaði tvisvar á ári.

Markmið sjóðsins eru eftirfarandi:
Tilgangur sjóðsins er að styðja við afreksíþróttafólk í félaginu auk þess að styrkja þjálfara til endurmenntunar. Úthlutunarupphæð hvert ár byggir á samstarfssamningi Aftureldingar og Mosfellsbæjar.

Við mat á umsóknum mun sjóðstjórn hafa eftirfarandi atriði til hliðsjónar:

  • Þátttaka í landsliðsferðum, Norðurlandamótum, Evrópumótum, Heimsmeistaramótum
    innanlands og utan og Ólympíuleikum (leita skal viðurkenningar á mótahaldi hjá viðkomandi
    sérsambandi).
  • Þátttaka þjálfara í viðurkenndum þjálfaranámskeiðum erlendis sem ekki er boðið uppá
    innanlands.
  • Önnur verkefni og sérstök afrek sem verða sérstaklega metin hverju sinni.
  • Stjórn sjóðsins er heimilt að takmarka fjölda styrkja til einstaklings og fjárhæð innan sama
    árs.
  • Stjórn sjóðsins ákveður hámarksupphæð sem er úthlutað hverju sinni í samræmi við fjölda
    umsókna og heildarfjárhæð til ráðstöfunar.
  • Stjórn sjóðsins skal upplýsa umsækjendur um úthlutun og færa rök fyrir ákvörðun sé þess
    óskað.

Umsóknum skal skila rafrænt og er það gert hér að neðan. Einnsig skal skila inn nauðsynlegum fylgiskjölum.

 

    Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð

    Verkefni

    Æfinga eða keppni með landsliðiÞjálfaranámskeiðs

    Kostnaður

    Upphæð og rökstuðningur

    Aðrir styrkir sem sótt er um

    Fylgiskjöl

    Leyfileg skjöl í þessu formi eru: (png, jpg, jpeg, txt, pdf, docx, doc, xlsx, xls, xml)




    Greiðslufyrirkomulag

    Styrkir eru greiddir út skv. nótum og þarf afrit af styrkveitingu að fylgja.