Aftureldingarstúlkan og Mosfellingurinn Thelma Dögg Grétarsdóttir var útnefnd í gær sem Blakkona ársins hjá Blaksambandi Íslands og er það annað árið í röð sem hún hlýtur þessa útnefningu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag. Samtímis var tilkynnt val á liði fyrri hluta Íslandsmótsins og á Afturelding besta frelsingjann í kvennaliðinu, Kristina Apostolova og besta dióinn í karlaliðinu …
María Guðrún valin Taekwondokona ársins
María Guðrún Sveinbjörnsdóttir var í gær útnefnd Taekwondokona ársins. Þetta er í annað sinn sem María hlýtur þennan heiður. María er fremsta taekwondokona ársins, og var fulltrúi TKÍ í vali á íþróttamanni ársins árið 2017. Fyrir utan að vera máttarstólpi í landsliðsstarfinu, þar sem hún sannkallaður leiðtogi í landsliði Íslands í poomsae, sér hún um poomsae þjálfun hjá fjölmörgum félögum og …
Nýtt gólf lagt í eldri íþróttasal að Varmá
Framkvæmdir við að leggja nýtt gólf í eldri íþróttasal að Varmá hófust þann 14. desember síðastliðinn. Framkvæmdir fara vel af stað og á þeim að vera lokið í síðasta lagi þann 13. janúar næstkomandi. Á. Óskarsson sér um verkið fyrir hönd Mosfellsbæjar og Aftureldingar. Nýja íþróttagólfið er af gerðinni SYDNEY 20 og kemur frá þýska fyrirtækinu Hamberger Flooring. Sjá má …
Uppskeruhátíð Aftureldingar – Íþróttafólk Aftureldingar valið 27. desember
Þann 27. desember næstkomandi fer fram uppskeruhátíð Aftureldingar fyrir árið 2018 í Hlégarði. Þetta er einn af stóru viðburðum ársins hjá félaginu en á hófinu verða veittar viðurkenningar fyrir íþróttamann ársins 2018 ásamt fleirir verðlaunum. Má þar nefna vinnuþjark félagsins, starfsbikar UMFÍ og hópbikar UMSK Uppskeruhátíðin hefst kl. 18:00 í Hlégarði. Léttar veitingar verða á boðstólnum, tónlistaratriði og mikla gleði. …
Anton og Axel valdir í A-landsliðið
Erik Hamren landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hópinn fyrir janúarverkefnið, vináttulandsleiki í Katar. Leikið verður gegn Svíþjóð 11. janúar og gegn Kúveit 15. janúar. Afar ánægjulegt er fyrir Aftureldingu að sjá nöfn þeirra Antons Ara Einarssonar og Axels Óskars Andréssonar í hópnum en báðir ólust upp hjá félaginu. Þetta er í fyrsta sinn sem Axel er valinn í A-landsliðshópinn. Hann er á …
Badmintondeild Aftureldingar auglýsir eftir þjálfara
Badmintondeild Aftureldingar auglýsir stöðu yfirþjálfara lausa til umsóknar. Við leitum að metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn að byggja upp og leiða faglegt starf og þjálfun iðkenda. Meðal hlutverka yfirþjálfara er að leggja upp skýr markmið á hverju tímabili, bæði fyrir iðkendur og þjálfara og koma að þjálfun flokka deildarinnar. Skilyrði er að þjálfari hafi reynslu af íþróttinni, hafi til að …
Dregið í jólahappdrætti meistaraflokks kvenna – Vinningsnúmer
Dregið var síðdegis í jólahappdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta. Þátttaka í happdrættinu var feikilega góð þetta árið og þökkum við kærlega fyrir veittan stuðnings. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi alþingiskona og bæjarstjóri Mosfellsbæjar, sá um að draga út vinningsnúmerin að þessu sinni. Hægt er að vitja vinninga, alla virka dag milli klukkan 08:00 og 17:00 í Desjamýri 8, 270 Mosfellsbæ(gengið inn á gaflinum). …
Jólanámskeið handknattleiksdeildar Aftureldingar
Í kringum jólahátíðina verður haldið handboltanámskeið Aftureldingar. Skólastjórar námskeiðsins verða Einar Andri Einarsson og Haraldur Þorvarður þjálfarar meistaraflokka karla og kvenna. Þjálfarar deildarinnar munu þjálfa á námskeiðinu auk þess sem að markmannsþjálfarar mæta á námskeiðið. Æft verður í tveimur hópum í tveimur sölum. Annars vegar iðkendur fæddir 2003, 2004, og 2005 og hins vegar iðkendur fæddir 2006, 2007 og 2008. …
Æfingar falla niður í knattspyrnudeild vegna veðurs
Spáð er vonskuveðri seinni partinn í dag. Af þeim sökum hefur knattspyrnudeild ákveðið að fella niður æfingar í dag. Jafnframt verður felld niður æfing í 5. flokki í blaki sem hefjast átti kl. 16.30. Við viljum biðja forráðamenn um að fylgja börnum helst alla leið inn í íþróttahús ef kostur er. Aðrar æfingar fara fram samkvæmt tímatöflu deilda Aftureldingar.
Ásgeir Örn og Sigfús til liðs við Aftureldingu
Í vikunni skrifuðu tveir nýir leikmenn undir samning hjá Aftureldingu. Um er að ræða þá Ásgeir Örn Arnþórsson og Sigfús Kjalar Árnason. Ásgeir Örn er uppalinn í Árbænum og er þaulreyndur leikmaður sem mun líklega styrkja liðið mikið því hann á að baki níu tímabil með Fylki í Pepsi-deildinni. Ásgeir hefur lengst af á ferlinum spilað í bakverði en hann …










