Þorrablót Aftureldingar 26. janúar

Nú styttist heldur betur í stærstu veislu ársins, Þorrablót Aftureldingar, í íþróttahúsinu að Varmá laugardaginn 26. janúar 2019. Kynnir kvöldsins verður Þorsteinn Hallgrímsson.

Tríóð Kókos ábyrgist söng og almenna gleði. Kjötbúðin sér um veislumatinn sem samanstendur af heitum og köldum þorramat ásamt heilgrilluðu lambalæri. 
Eurobandið með Regínu Ósk, Friðriki Ómari og Selmu Björns leikur fyrir dansi.

Forsala og borðapantanir á Blik Bistro&Grill föstudaginn 18. janúar kl. 18:00.
Ó, UMFA, VIÐ ELSKUM ÞIG!