Vegna yfirvofandi verfalls og breytingu á leikjum í kjölfarið hefur blakdeildin ákveðið að fresta aðalfundi sínum um viku. Fundurinn verður því miðvikudaginn 18.mars í Vallarhúsinu og hefst kl 19:30
Aðalfundur knattspyrnudeildar fer fram 18. mars
Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar fer fram 18. mars næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 18.30 í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá aðalfundar: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði. 4. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 5. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar,sem staðfestir hafa …
Aðalfundur Taekwondodeildarinar
Aðalfundur deildarinnar verður haldinn þann 23. mars nk. kl. 20:30 í vallarhúsinu að Varmá (húsið við frjálsíþróttavöllinn). Allir skuldlausir félagsmenn (forráðamenn barna) í deildinni hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi. Við hvetjum félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka þar með virkan þátt í starfi deildarinnar. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eru sérstaklega hvattir til að …
Ráðleggingar sóttvarnarlæknis vegna kórónaveirunnar
Afturelding vill vekja athygli á leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í tengslum við kórónaveiruna og hvetur félagsmenn að fylgjast með nýjustu uppfærslum varðandi skilgreiningar á áhættusvæðum. Þeir félagsmenn sem hyggja á ferðalög með íþróttahópa ættu að kynna sér allar upplýsingar varðandi smitsvæði á vefsíðu Embættis landlæknis. ÍSÍ bendir sambandsaðilum sínum á að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar hafi aðilar verið á …
2 bikarar fóru á loft að Varmá í kvöld
Tveir leikir voru spilaðir að Varmá í kvöld. Afturelding-B tók á móti liði Álftaness í 1.deild kvenna kl 19:00 og Afturelding B-lið í 1.deild karla. tók á móti Fylki kl 21:00. Á milli leikja afhenti formaður blaksambands Íslands, Grétar Eggertsson báðum liðum Deildarmeistarabikarinn , en fyrir leiki kvöldsins voru bæði lið búin að tryggja sér titilinn þrátt fyrir að tvær …
Afturelding gerði gott mót í Þorlákshöfn
Badmintondeild Aftureldingar tók þátt í Unglingamóti Þórs í Þorlákshöfn. Afturelding var með 5 fulltrúa á mótinu og unnu allir til verðlauna á mótinu. Brent John Inso vann til gullverðlauna í einliðaleik í flokki U15-17 Brynja Lóa Bjarnþórsdóttir vann til gullverðlauna í einliða í flokki U13-15 en það var Dagbjört Erla Baldursdóttir sem vann silfurverðlaunin. Þá vann Kird Lester Inso …
Afturelding mætir Stjörnunni í undanúrslitum á fimmtudag
Fimmtudagskvöldið 5. mars mætast Afturelding og Stjarnan í undanúrslitum í CocaCola-bikarnum í handbolta. Sigurvegarinn fer í úrslitaleikinn sem er leikinn tveimur dögum síðar. Leikurinn hefst kl. 20:30. Upphitun hefst á Barion kl. 18.00 verða frábær tilboð á mat og drykk fram að leik. Rútuferðir verða fyrir stuðningsmenn frá Barion kl. 19:30 og svo aftur tilbaka í Mosfellsbæ að leik loknum. …
Aðalfundur Blakdeildar Aftureldingar verður 11.mars
Fundurinn verður haldin í vallarhúsinu að Varmá og allir velkomnir. Við hvetjum iðkendur og foreldra til að mæta og hafa áhrif á starfssemi deildarinnar.
Afturelding endurnýjar samstarf við Bónus
Bónus verður áfram einn af styrktaraðilum handknattleiksdeildar Aftureldingar líkt og undanfarin ár. Í morgun var undirritaður nýr samningur þess efnis í nýrri verslun Bónus í Bjarkarholti og mun Bónus áfram styrkja meistaraflokk karla með myndarlegum hætti. „Samstarfið með Bónus hefur verið mjög mikilvægt fyrir okkur hjá Aftureldingu og mjög ánægjulegt að þetta góða samstarf haldi áfram,“ segir Haukur Sörli Sigurvinsson, …