Norðurlandameistari

TaekwondoTaekwondo

Arnar Bragason, yfirþjálfari Taekwondodeildar Aftureldingar, varð Norðurlandameistari í Kyrorugi (bardaga) á Norðurlandamóti sem fór fram 18.janúar í Osló, Noregi. Arnar keppti í flokki -80kg, 35 ára og eldri, þar keppti hann á móti 2 sterkum andstæðingum, báðum frá Svíþjóð. Arnar er einn af reynslumestu taekwondomönnum landsins og hefur keppt í aldarfjórðung í hópi þeirra bestu. Hann er yfirþjálfari deildarinnar hjá …

RISA blakmót um helgina að Varmá

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Blakdeild Aftureldingar mun sjá um stærsta Íslandsmót sem haldið hefur verið í blaki á sama stað og undir sama þaki. Um er að ræða móta tvö af þremur í Íslandsmóti  í 2.,3..4,.5, og 6.deild kvenna. Samanlögð úrslit úr fyrstu tveimur mótunum raða liðum í efri og neðri riðla innan deilda og spilar efri hluti deildarinnar upp á Deildarmeistaratitil og neðri …

Góðir útisigrar í kvöld

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Kvennaliðið okkar spilaði við HK í kvöld í Fagralundi. Stelpurnar voru mjög sannfærandi og unnu leikinn 1-3 .Thelma Dögg Grétarsdóttir var  stigahæst okkar kvenna með 25 stig. Stelpurnar eru í 2.sæti deildarinnar með 21 stig. Strákarnir spiluðu við Þrótt Vogum í 1.deild karla og fór sá leikur einnig 1-3 og sitja þeir á toppi 1.deildar karla með °19 stig.

Jon Tena á ný til Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hefur náð samkomulagi við spænska markvörðinn Jon Tena Martinez og mun hann leika með félaginu á komandi tímabili. Jon Tena lék með Aftureldingu síðari hluta tímabilsins á síðasta ári í Inkasso-deildinni og stóð sig afar vel. Var hann einn af lykilmönnum liðsins á lokasprettinum en Afturelding hafnaði í 8. sæti á síðustu leiktíð. Jon Tena er 27 ára gamall …

Meistaramót TBR 2020

Badmintondeild AftureldingarBadminton

Meistaramót TBR 2020 fór fram helgina 11.- 1.2 janúar s.l. Afturelding var með 8 fulltrúa í keppninni sem kepptu í A og B flokki. Mótið var hið skemmtilegasta og endaði þannig að Aftureldingarfólkið Stefán Alfreð Stefánsson, Svanfríður Oddgeirsdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir unnu öll til verðlauna. Stefán vann tvöfalt en hann keppti með Hauki Þórðarsyni úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar og unnu …

Frábært Lambhagamót í Fellinu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Um helgina fór fram fyrsta knattspyrnumótið í Fellinu, nýju knatthúsi að Varmá. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hélt stórskemmtilegt mót fyrir iðkendur í 8. flokki og tóku tæplega 200 keppendur þátt í mótinu. Lambhagi er aðalstyrktaraðili mótsins stóðu þau Hafberg og Hauður frá Lambhaga vaktina allt mótið og veittu öllum þátttakendum verðlaunapening ásamt Lambhagasalati og fersku íslensku vatni. Meistaraflokkur kvenna hjá …

Prufaðu að æfa handbolta – EM tilboð

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður öllum nýjum iðkendum að prufa að æfa handbolta án skuldbindingar á meðan EM í handbolta stendur yfir. Mótið fer fram dagana 9. – 26. janúar 2020.

Forsala á dansleikinn á Þorrablóti Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Þorrablót Aftureldingar fer fram laugardaginn 25. janúar næstkomandi í íþróttahúsinu að Varmá. Í ár verður hægt að kaupa miða í forsölu á dansleikinn sem hefst kl. 23.30. Miðaverð í forsölu: 2.500 kr. Miðaverð við hurð: 3.000 kr. Forsölu á dansleikinn lýkur á miðnætti föstudaginn 24. janúar. Keyptu miða í forsölu hér! Miðasala á Þorrablótið í heild sinni hefst föstudaginn 17. …

Skráning á vorönn

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Skráning iðkenda á vorönn hjá Aftureldingu er í fullum gangi. Hægt er að skrá iðkendur í hinar ýmsu íþróttagreinar hjá Aftureldingu rafrænt í gegnum afturelding.felog.is. Hægt er að skoða tímatöflu hjá öllum deildum á heimasíðu Aftureldingar. Við hvetjum forráðamenn sem að skrá iðkendur sem allra fyrst. Við minnum á að hægt er að nýta frístundaávísun frá Mosfellsbæ til að niðurgreiða …