Sesselja Líf Valgeirsdóttir er komin heim í Aftureldingu frá ÍBV en þar hefur hún spilað undanfarin ár. Sessó hefur spilað 145 leiki í meistaraflokki með Aftureldingu, Þrótti R. og ÍBV, þá varð hún bikarmeistari með ÍBV árið 2017 og lék stórt hlutverk í liði ÍBV í Pepsi deild kvenna síðastliðin fjögur tímabil. Við í Aftureldingu erum ákaflega stolt að því …
Frábær sigur Aftureldingar á toppliði KA í Mizunodeild kvenna
Afturelding hélt til Akureyrar í kvöld og spilaði þar við Íslandsdeildar og Bikarmeistara frá síðasta ári en KA en liðið var ósigrað á leiktíðinni fram að þessum leik. Okkar stúlkur sýndu frábæran leik og unnu KA 3-2 þar sem þær unnu oddarhrinuna 15-7. Stigahæst í leiknum var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 22 stig og bætti María Rún Karlsdóttir við 19 …
RIG Meistarar
Taekwondodeild Aftureldingar varð um helgina RIG meistarar. Mótið fór fram í Laugardalnum og var keppt bæði í Kyorugi (bardaga) og Poomsae (formum/tækni). Afturelding var stigahæsta liðið í samanlögðu og þar með félag mótsins. Keflavík var svo í öðru sæti og Ármann í því þriðja. Afturelding vann 18 gullverðlaun, 17 silfurverðlaun og 8 brons. Þetta er frábær árangur og sýnir hvað …
Komdu í blak – frítt að prófa!
Blakdeild Aftureldingar býður krökkum á öllum aldri að koma og prófa að æfa blak. Verið velkomin!
Ísak Snær lánaður til Fleetwood
Þau gleðitíðindi bárust í gær að Mosfellingurinn Ísak Snær Þorvaldsson fer á láni til Fleetwood í ensku C-deildina frá Norwich. Fleetwood er í 11. sæti í ensku C-deildinni en knattspyrnustjóri félagsins er Joey Barton. Hinn 18 ára gamli Ísak Snær hefur vakið mikla athygli með U23 ára liði Norwich og Fleetwood óskaði eftir að fá hann á láni í kjölfarið. …
Einn Íslandsmeistaratitill á MÍ 15-22 ára
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram í íþróttahöllinni í Kaplakrika helgina 25.-26. Janúar s.l. Afturelding átti 7 keppendur á mótinu sem komu heim með 6 verðlaun. 1 gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og 2 brons sem er frábær árangur hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki. Þau sem komust á verðlaunapall eru: Arna Rut Arnarsdóttir, íslandsmeistari í kúluvarpi stúlkna …
Anna Bára í Aftureldingu
Afturelding hefur samið við miðjumanninn Önnu Báru Másdóttur sem gengur til liðs við félagið frá ÍR. Anna Bára er miðjumaður á besta aldri og því mikill fengur fyrir liðið. Anna Bára var á dögunum kjörin knattspyrnukona ÍR fyrir árið 2019, þá hefur Anna Bára leikið 107 meistaraflokksleiki og skorað í þeim tvö mörk. Afturelding er í óða önn að styrkja hópinn …
Blakleikur að Varmá í kvöld
Stelpurnar okkar í Mizunodeildinni taka á móti Álftanesi í kvöld kl 20:00 . Áfram Afturelding
Reykjavíkurmeistarar – Reykjavik International Games (RIG)
Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) voru haldnir dagana 23. janúar – 2. febrúar 2020. Þetta er í þrettánda sinn sem leikarnir voru haldnir og áttunda sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 26. janúar 2020. Keppendur voru 108 talsins frá 15 félögum, þar á meðal voru 9 erlendir keppendur frá Skotlandi, Englandi, Hollandi, Þýskalandi …
Happdrætti þorrablóts Aftureldingar 2020
Þrír fyrstu vinningarnir voru dregnir út á þorrablótinu. Fyrsti vinningur var afhentur á þorrablóti, aðra vinninga má nálgast á skrifstofu Aftureldingar frá 27. janúar til 7. febrúar, gegn framvísun vinningsnúmers. Vinningsnúmer Vinningar 1 Icelandair – Gjafabréf kr. 100.000 2997 2 Fh. Reykjavík Helicopter ehf. Reykjavík City tour fyrir 2 1276 3 Hótel Glymur gisting fyrir tvo með morgunverði og kvöldmat …










