Thelma Dögg Grétarsdóttir sem hefur spilað sem atvinnumanneskja í blaki undanfarin ár hefur snúið heim í Mosfellsbæinn á ný. Blakdeild Aftureldingar er ákaflega lukkuleg með að Thelma skuli ætla að spila með liðin okkar í vetur en hún hóf blakiðkun hjá Aftureldingu 7 ára gömul og hefur spilað í öllum yngri landsliðum Íslands ásamt því að vera lykilmanneskja í A …
Nýtt gólf að Varmá
Í vikunni fer fram lokafrágangur á nýju gólfi sem lagt hefur verið í stærri íþróttasalinn að Varmá. Gólfið verður tekið í notkun núna um helgina. Lagt var gegnheilt parket frá Agli Árnasyni sem lítur ákaflega vel út og erum við hjá Aftureldingu mjög spennt að hefja æfingar og keppni á nýju gólfi sem verður bylting fyrir okkar íþróttastarf. Stúkan að …
Hafrún Rakel Halldórsdóttir í U19 kvenna
Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur í hóp sem leikur tvo vináttulandsleiki í Svíþjóð í lok ágúst, gegn Noregi og Svíþjóð. Ísland mætir Svíþjóð 28. ágúst og Noregi 30. ágúst. Knattspyrnudeildin óskar Hafrúnu Rakel góðs gengis!
Arnar yfirþjálfari með silfur á stóru móti
Arnar Bragason keppti í taekwondo á European Masters Games á dögunum og uppskar silfur í A-styrkleikaflokki, 45 ára og eldri -80kg. Hann var eini taekwondo-keppandinn frá Íslandi að þessu sinni og fór ásamt landsliðsþjálfara Íslands, Chago Rodriguez Segura á mótið, sem haldið var í Torino á Ítalíu. Mótið er fjölíþróttamót fyrir 35 ára og eldri og haldið á fjögurra ára …
Kjartan, Hilmir og Sigvaldi endurnýja saminga við Aftureldingu
Í dag endurnýjuðu samninga sína við blakdeildina Hilmir Berg Halldórsson, Kjartan Davíðsson og Sigvaldi Örn Óskarsson. Allir eru þeir félagar uppaldir í Aftureldingu og hafa þeir spilað upp alla yngri flokkana auk þess að taka þátt í landsliðsverkefnum í U17 og U19 ára landsliðum Íslands. Þeir hafa allir æft og spilað með meistaraflokki félagsins undanfarin 2 ár ásamt því að …
Sumarskóli Sigrúnar í handbolta
Okkur langar bara að minna á frábæra sumarskóla Sigrúnar. Sumarskóli Sigrúnar verður haldinn í Varmá vikuna 12-16. ágúst (mán-fös) Verð 7500 kr Börn fædd 2010-2013 æfa frá kl 10-12 Börn fædd 2006-2009 æfa frá 12:30-14:30 Mælt með að börnin hafi með sér létt nesti. Námskeiðið er fyrir byrjendur sem og lengra komna. Farið verður yfir sendingar, grip, skot, tækniæfingar, varnar …
Dagrún Lóa og Karitas Ýr framlengja við Aftureldingu
Dagrún Lóa Einarsdóttir og Karitas Ýr Jakobsdóttir skrifuðu undir og framlengdu samning sinn við uppeldisfélagið sitt í blaki. Þessar stelpur hafa spilað í öllum yngri flokkum félagsins ásamt því að taka þátt í landsliðsverkefnum yngri lið. Sðustu 2 ár hafa þær einnig æft með meistaraflokki félagsins. Þær voru í hópi meistaraflokks sem náðu í bronsverðlaun á síðustu leiktíð bæði í meistaraflokki …
Afturelding mætir ÍR í kvöld
Kvennalið Aftureldingar mætir ÍR í Inkasso-deild kvenna í kvöld á Hertz vellinum í Breiðholti. Okkar stelpur hafa staðið sig vel í sumar og eru í 4. sæti í deildinni með 17 stig. ÍR situr á botninum með 1 stig að loknum 11 umferðum. Leikurinn hefst kl. 19:15. Deildin er mjög jöfn og er stutt úr toppbaráttu og niður í botnbaráttu. …
Þórey, Steinunn og Hilma framlengja samning sinn við Aftureldingu
Hilma Jakobsdóttir, Steinunn Guðbrandsddóttir og Þórey Símonardóttir skrifuðu allar undir áframhaldandi samning við blakdeild Aftureldingar í dag. Þær eru allar uppaldar í félaginu og hafa spilað með Aftueldingu upp yngri flokkana auk þess að taka þátt í landsliðsverkefnum. Þær hafa æft og spilað með meistaraflokknum s.l. 2 ár auk þess að spila í 2.flokki kvenna. Á síðasta leiktímabili lönduðu bæði …
Sumarnámskeið hafin á ný eftir sumarfrí
Þá eru sumarnámskeiðin komin á fullt eftir sumarfrí, vonum að allir hafi átt góðar stundir í sumar. vikan 6-9.ágúst – nokkur laus pláss vikan 12-16.ágúst – nokkur laus pláss vikan 19.-22.ágúst – örfá laus pláss skráning inná afturelding.felog.is Skráning á haustönn opnar um miðjan ágúst og koma allar nánari upplýsingar um það þegar nær dregur. Iðkendur sem voru síðasta vetur …