Hafrún Rakel í Breiðablik

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Hafrún Rakel Halldórsdóttir gekk um miðjan október til liðs við Breiðablik frá Aftureldingu. Hafrún sem er 17 ára gömul hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin tvö tímabil. Þrátt fyrir  ungan aldur þá hefur Hafrún leikið 48 leiki fyrir meistaraflokk Aftureldinga og skorað í þeim 14 mörk. Hafrún spilaði 17 leiki fyrir Aftureldingu í Inkasso-deildinni í sumar og skoraði í …

Róbert Orri gengur til liðs við Breiðablik

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Róbert Orri Þorkelsson hefur gengið til liðs við Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu. Róbert hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands undanfarin ár og var mikill áhugi á Róberti frá liðum í Pepsi-deildinni núna í haust. Breiðablik og Afturelding komust að samkomulagi í lok vikunnar og gekk Róbert til liðs við Breiðablik í dag. Róbert Orri er 17 ára gamall en …

Magnús Már nýr þjálfari meistaraflokks karla

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Magnús Már Einarsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Magnús er stuðningsmönnum Aftureldingar að góðu kunnur en hann fyrrverandi leikmaður félagasins og lék 135 leiki með Aftureldingu og skoraði í þeim 21 mark. Magnús hefur verið aðstoðarþjálfari félagsins undanfarin tvö ár en tekur nú við liðinu. Enes Cogic verður Magnúsi til aðstoðar en þar er á ferðinni mjög …

Landsliðsúrtökur

TaekwondoTaekwondo

Föstudaginn 8. nóvember fóru fram landsliðsúrtökur fyrir landslið Íslands í Taekwondo Poomsae (formum). Landsliðsþjálfari Íslands Lisa Lents valdi 28 manns í liðið, af því eru 10 frá Aftureldingu. Þau eru: María Guðrún Sveinbjörnsdóttir Steinunn Selma Jónsdóttir Iðunn Anna Eyjólfsdóttir Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir Ásthildur Emma Ingileifardóttir Wiktor Sobczynski Regína Bergmann Guðmundsdóttir Aþena Rán Stefánsdóttir Daníel Viljar Sigtryggsson Aþena Rún Kolbeins Einnig …

Þrjú gull á Grand Prix móti

Karatedeild AftureldingarKarate

Þriðja og síðasta Grand Prix mótið var haldið 9. nóvember, en samanlagður árangur mótanna þriggja ákvarðar bikarmeistara greinarinnar í unglingaflokki. Fjórir keppendur frá Aftureldingu tóku þátt, Dóra Þórarinsdóttir í kata 12 ára, Oddný Þórarinsdóttir í kata 14-15 ára, Þorgeir Björgvinsson í kata 14-15 ára og Þórður Jökull Henrysson í kata 16-17 ára. Dóra, Oddný og Þórður  unnu öll sína flokka …

Íslandsmeistari í kumite 14-15 ára pilta

Karatedeild AftureldingarKarate

Þorgeir Björgvinsson varð Íslandsmeistari í -63 kg flokki 14-15 ára pilta á íslandsmeistaramóti unglinga í kumite þann 12. október. Að þessu sinni voru aðeins tveir keppendur frá Aftureldingu, þeir Þorgeir og Hugi Tór Haraldsson og kepptu þeir í sama aldurs- og þyngdarflokki. Báðir unnu þeir allar viðureignir sínar nokkuð örugglega og því mættust þeir í úrslitum þar sem Þorgeir vann með …

Íslandsmeistari í kumite

Karatedeild AftureldingarKarate

Telma Rut Frímannsdóttir varð íslandsmeistari í flokki +61 kg og lenti í 3. sæti í opnum flokki á íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite þann 12. október. Glæsilegur árangur hjá þessari mögnuðu íþróttakonu. Þetta var 20. titill Telmu frá því hóf að keppa í karate. Karatedeildin gæti ekki verið stoltari af henni!  

Liverpool skólinn haldinn tíunda árið í röð 2020

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding í samstarfi við Þór og Liverpoolklúbbinn á Íslandi kynna: Knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi 2020. Knattspyrnuskóli Liverpool verður á Íslandi í sumar, tíunda árið í röð, og eins og síðustu ár í samstarfi við Þór á Akureyri. Haldin verða tvö námskeið. Fyrra námskeiðið verður á Hamri á Akureyri dagana 6. – 8. júní (laugardagur til mánudags) og hið síðara á …

Gott gengi Aftureldingar á Eyjablikkmóti 5. flokks

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Eyjablikksmótið í umsjón ÍBV var haldið í Vestmannaeyjum 1.-3. nóvember. Afturelding átti þrjú eldra árs lið á mótinu, tvö drengjalið og eitt stúlknalið skipuð 25 iðkendum, sem öll stóðu sig mjög vel. Afturelding 1 sigraði í 1. deild með fullt hús stiga. Afturelding 2 varð í öðru sæti í 3. deild B og stúlknaliðið hafnaði einnig í öðru sæti í …

Aftuelding fær Álftanes í heimsókn í Mizunodeild kvenna

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Stelpurnar okkar í Mizunodeild kvenna fá lið Álftaness í heimsókn að Varmá í kvöld, miðvikudag og hefst leikurinn kl 19:00  Okkar stúlkur eru ósigraðar hingað til og stefna hátt í vetur. Strax að leik loknum þá hefst leikur í 1.deild kvenna þegar Afturelding tekur á móti Þrótti R B