Sumarönn fimleikadeildarinnar er frá 11.júní – 22.ágúst lokað 8.júlí – 5.ágúst Skráning í fullum gangi inná afturelding.felog.is Sumarnámskeið Námskeiðin eru fyrir 6-10 ára eða börn fædd 2009-2012, í viku 5,6 og 7 fyrir börn fædd 2009-2013. Í boði er að vera frá 9-16 eða frá 13-16 9:00-12:00 Sumarnámskeið (leikir og útivera) 12:00-13:00 hádeigishlé – börnin mæta með sitt nesti 13:00 – …
Oddný vann gull á Gladsaxe Cup
Sunnudaginn 26. maí fór fram opna bikarmótið Gladsaxe Cup í Danmörku. Landslið Íslands sendi sex keppendur en að þessu sinni náði Oddný Þórarinsdóttir úr Aftureldingu frábærum árangri en hún sigraði cadett flokk stúlkna 14-15 ára auk þess sem hún fékk brons opnum flokki kvenna 14 ára og eldri. Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu keppti í junior flokki 16-17 ára pilta …
Þórður með gull á Gothenburg Open
Laugardaginn 25. maí fór fram opna bikarmótið Gothenburg Open í Svíþjóð. Landslið Íslands sendi sex keppendur en að þessu sinni náði Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu bestum árangri en hann sigraði junior flokk unglinga 16-17 ára pilta auk þess sem hann lenti í þriðja sæti í fullorðinsflokki karla. Oddný Þórarinsdóttir úr Aftureldingu keppti í cadett flokki 14-15 ára stúlkna og …
Íris og Þóra María semja við Aftureldingu
Íris Kristín Smith og Þóra María Sigurjónsdóttir hafa framlengt samninga sína við Aftureldingu og munu leika með félaginu næstu tvö árin. Afturelding vann sér sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð eftir að hafa unnið Grill66-deildina í vor. Þóra María hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í lykilhlutverki hjá Aftureldingu síðustu tímabil. Hún skoraði 116 mörk í 20 leikjum á …
Svava nýr fjármálafulltrúi Aftureldingar
Nýverið hóf Svava Sigurðardóttir störf hjá Aftureldingu í stöðu fjármálafulltrúa. Svava kemur inn í nýtt 100% stöðugildi hjá félaginu en hún sinnir einkum fjármálaverkefnum hjá Aftureldingu og bókhaldi. Svava er uppalin í Keflavík en er búsett í Reykjavík. Hún hefur umfangsmikla reynslu af fjármála og bókhaldsvinnu og starfaði áður hjá Wow Air áður en hún kom til starfa hjá Aftureldingu. …
Umsóknarfrestur í Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu rennur út 10. júní
Fyrri úthlutun ársins 2019 úr Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur fer fram í júní. Umsóknarfrestur fyrir fyrri úthlutun er til 10. júní. Hægt er að sækja um í sjóðinn með rafrænum hætti með því að smella hér. Hlutverk sjóðsins kemur fram í 2. grein úthlutunarreglna hans: grein – Tilgangur og hlutverk Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, …
Miðasala á vorsýningu
Vorsýning fimleikadeildarinnar er laugardaginn 25.maí kl.11:00 Miðasalan fer fram í andyri Varmá frá 16:30-18:00 fimmtudaginn 23.maí og föstudaginn 24.maí. Við vonumst auðvitað til þess að koma öllum að sem vilja en það er þó aðeins ein sýning og gæti því orðið uppselt. Við hvetjum fólk til að koma með pening en einn posi verður á staðnum. Miðaverð 1000 kr og …
Glæsilegur árangur á keppnistímabili 2019 – fimleikadeild
Bikarmótið í hópfimleikum var haldið í janúar og febrúar í tveimur hlutum, okkar lið stóðu sig mjög vel. Drengjaliðið stóð uppúr á dýnu og nældi sér í silfrið. 2.flokks stúlkur tóku einnig silfrið, þær stóðu uppúr í gólfæfingum með hæstu einkunn. Þær voru aðeins 0.05 stigum frá fyrsta sæti á dýnu. 4.flokkur, lið 1 lenti í 6.sæti sem er …
Nýr réttindadómari í karate
Þórður Jökull Henrysson náði B-réttindum í dómgæslu í kata nú nýverið. Karatedeildin hefur nú á 6 dómurum að skipa, 5 með B-réttindi í kata og 1 með B-réttindi í kumite. Á myndinni má sjá Þórð eftir dómaraprófið ásamt Elínu B. Arnarsdóttur. Lista yfir dómara með réttindi frá Karatesambandi Íslands má sjá hér.
Tveir leikmenn til liðs við Aftureldingu
Afturelding hefur samið við spænska miðjumanninn Esteve Monterde og brasilíska varnarmanninn Romario Leiria um að leika með liðinu í sumar. Esteve er 23 ára gamall en hann á meðal annars leiki að baki í næstefstu deild á Spáni með Córdoba. Romario er 26 ára en hann varð heimsmeistari með U20 ára landsliði Brasilíu á sínum tíma. Hann hefur á ferli …