Okkur langar bara að minna á frábæra sumarskóla Sigrúnar. Sumarskóli Sigrúnar verður haldinn í Varmá vikuna 12-16. ágúst (mán-fös) Verð 7500 kr Börn fædd 2010-2013 æfa frá kl 10-12 Börn fædd 2006-2009 æfa frá 12:30-14:30 Mælt með að börnin hafi með sér létt nesti. Námskeiðið er fyrir byrjendur sem og lengra komna. Farið verður yfir sendingar, grip, skot, tækniæfingar, varnar …
Dagrún Lóa og Karitas Ýr framlengja við Aftureldingu
Dagrún Lóa Einarsdóttir og Karitas Ýr Jakobsdóttir skrifuðu undir og framlengdu samning sinn við uppeldisfélagið sitt í blaki. Þessar stelpur hafa spilað í öllum yngri flokkum félagsins ásamt því að taka þátt í landsliðsverkefnum yngri lið. Sðustu 2 ár hafa þær einnig æft með meistaraflokki félagsins. Þær voru í hópi meistaraflokks sem náðu í bronsverðlaun á síðustu leiktíð bæði í meistaraflokki …
Afturelding mætir ÍR í kvöld
Kvennalið Aftureldingar mætir ÍR í Inkasso-deild kvenna í kvöld á Hertz vellinum í Breiðholti. Okkar stelpur hafa staðið sig vel í sumar og eru í 4. sæti í deildinni með 17 stig. ÍR situr á botninum með 1 stig að loknum 11 umferðum. Leikurinn hefst kl. 19:15. Deildin er mjög jöfn og er stutt úr toppbaráttu og niður í botnbaráttu. …
Þórey, Steinunn og Hilma framlengja samning sinn við Aftureldingu
Hilma Jakobsdóttir, Steinunn Guðbrandsddóttir og Þórey Símonardóttir skrifuðu allar undir áframhaldandi samning við blakdeild Aftureldingar í dag. Þær eru allar uppaldar í félaginu og hafa spilað með Aftueldingu upp yngri flokkana auk þess að taka þátt í landsliðsverkefnum. Þær hafa æft og spilað með meistaraflokknum s.l. 2 ár auk þess að spila í 2.flokki kvenna. Á síðasta leiktímabili lönduðu bæði …
Sumarnámskeið hafin á ný eftir sumarfrí
Þá eru sumarnámskeiðin komin á fullt eftir sumarfrí, vonum að allir hafi átt góðar stundir í sumar. vikan 6-9.ágúst – nokkur laus pláss vikan 12-16.ágúst – nokkur laus pláss vikan 19.-22.ágúst – örfá laus pláss skráning inná afturelding.felog.is Skráning á haustönn opnar um miðjan ágúst og koma allar nánari upplýsingar um það þegar nær dregur. Iðkendur sem voru síðasta vetur …
Unglingalandsmót UMFÍ 2019
Unglingalandsmótið var haldið á Höfn í Hornafirði nú um verslunarmannahelgina og voru nokkrir keppendur frá Aftureldingu. Helstu úrslit í frjálsum íþróttum voru þau að: Isabella Rink var í 1. sæti í Kúluvarpi 13 ára stúlkna ásamt því að vera í 3.sæti í hástökki, 3.sæti í langstökki og í 2.sæti með boðhlaupsveit sem hún var í. Arna Rut Arnarsdóttir var í …
Silja og Telma leika með Aftureldingu
Tveir nýjir leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Aftureldingar fyrir komandi átök í Olís deildinni. Silja Ísberg kemur til liðsins frá ÍR. Silja er snöggur og kraftmikill hornamaður sem býr yfir mikilli reynslu. Telma Rut Frímannsdottir er uppalin í Aftureldingu en þurfti að taka sér hlé frá handbolta vegna náms. Telma er öflugur leikmaður sem getur leyst margar stöður …
Perlað með krafti og Aftureldingu
Í tilefni af Bæjarhátíð Mosfellbæjar leggur Kraftur leið sína í Mosfellsbæinn og perlar með Aftureldingu og Mosfellingum þriðjudaginn 27. ágúst frá kl. 17-20 í Hlégarði Með því að taka þátt í viðburðinum eru þið að hjálpa okkur að standa við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þess þar sem armböndin eru seld til styrkar félaginu. …
Sævaldur bætir við sig þjálfaramenntun
Sævaldur Bjarnason yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Aftureldingar útskrifaðist úr FECC skóla FIBA um liðna helgi. Hann kemst þá í fámennan hópa íslenskra körfuboltaþjálfara. Sævaldur hefur unnið mikið og gott uppbyggingarstarf fyrir körfuna í Mosfellsbæ undanfarin ár. Fjölgun í deildin hefur verið hröð og mikil og sendi Aftureldinga kvennalið til leiks í barna- og unglingastarfi á síðasta tímabili, í fyrsta sinn síðan deildin …
Arnór Gauti framlengir við Aftureldingu
Varnarmaðurinn efnilegi Arnór Gauti Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2020. Arnór Gauti er 17 ára gamall en hann er úr öflugum 2002 árgangi Aftureldingar sem varð Íslandsmeistari í 3. flokki í fyrra. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arnór Gauti spilað átta leiki í Inkasso-deildinni í sumar en hann steig sín fyrstu skref í …










