Nýverið hóf Svava Sigurðardóttir störf hjá Aftureldingu í stöðu fjármálafulltrúa. Svava kemur inn í nýtt 100% stöðugildi hjá félaginu en hún sinnir einkum fjármálaverkefnum hjá Aftureldingu og bókhaldi. Svava er uppalin í Keflavík en er búsett í Reykjavík. Hún hefur umfangsmikla reynslu af fjármála og bókhaldsvinnu og starfaði áður hjá Wow Air áður en hún kom til starfa hjá Aftureldingu. …
Umsóknarfrestur í Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu rennur út 10. júní
Fyrri úthlutun ársins 2019 úr Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur fer fram í júní. Umsóknarfrestur fyrir fyrri úthlutun er til 10. júní. Hægt er að sækja um í sjóðinn með rafrænum hætti með því að smella hér. Hlutverk sjóðsins kemur fram í 2. grein úthlutunarreglna hans: grein – Tilgangur og hlutverk Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, …
Miðasala á vorsýningu
Vorsýning fimleikadeildarinnar er laugardaginn 25.maí kl.11:00 Miðasalan fer fram í andyri Varmá frá 16:30-18:00 fimmtudaginn 23.maí og föstudaginn 24.maí. Við vonumst auðvitað til þess að koma öllum að sem vilja en það er þó aðeins ein sýning og gæti því orðið uppselt. Við hvetjum fólk til að koma með pening en einn posi verður á staðnum. Miðaverð 1000 kr og …
Glæsilegur árangur á keppnistímabili 2019 – fimleikadeild
Bikarmótið í hópfimleikum var haldið í janúar og febrúar í tveimur hlutum, okkar lið stóðu sig mjög vel. Drengjaliðið stóð uppúr á dýnu og nældi sér í silfrið. 2.flokks stúlkur tóku einnig silfrið, þær stóðu uppúr í gólfæfingum með hæstu einkunn. Þær voru aðeins 0.05 stigum frá fyrsta sæti á dýnu. 4.flokkur, lið 1 lenti í 6.sæti sem er …
Nýr réttindadómari í karate
Þórður Jökull Henrysson náði B-réttindum í dómgæslu í kata nú nýverið. Karatedeildin hefur nú á 6 dómurum að skipa, 5 með B-réttindi í kata og 1 með B-réttindi í kumite. Á myndinni má sjá Þórð eftir dómaraprófið ásamt Elínu B. Arnarsdóttur. Lista yfir dómara með réttindi frá Karatesambandi Íslands má sjá hér.
Tveir leikmenn til liðs við Aftureldingu
Afturelding hefur samið við spænska miðjumanninn Esteve Monterde og brasilíska varnarmanninn Romario Leiria um að leika með liðinu í sumar. Esteve er 23 ára gamall en hann á meðal annars leiki að baki í næstefstu deild á Spáni með Córdoba. Romario er 26 ára en hann varð heimsmeistari með U20 ára landsliði Brasilíu á sínum tíma. Hann hefur á ferli …
Guðmundur Árni til Aftureldingar
Hornamaðurinn öflugi Guðmundur Árni Ólafsson hefur samið við Aftureldingu til næstu þriggja ára. Guðmundur sem er margreyndur og öflugur leikmaður lék með HK í vetur auk þess að vera um tíma spilandi aðstoðarþjálfari. Guðmundur lék afar vel fyrir HK í umspili um sæti í úrvalsdeild og hjálpaði félaginu að tryggja sér sæti í Olísdeildinni næsta vetur. Tímabilið á undan var …
Stelpurnar komnar í 16-liða úrslit í Mjólkurbikarnum
Meistaraflokkur kvenna tók á móti Grindavík í 32-liða úrslitum bikarsins á Varmárvelli í gær. Búist var við hörkuleik enda bæði lið í Inkasso deildinni. Sú varð raunin en eftir framlengdan leik urðu lokatölur 5-4 Aftureldingu í vil. Staðan 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Eydís Embla Lúðvíksdóttir er komin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám og skoraði 2 mörk í leiknum. …
Wentzel Steinarr í Hvíta Riddarann
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban, leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Aftureldingar og fyrirliði síðustu ára, hefur gengið til liðs við félaga okkar í Hvíta Riddaranum. Wentzel hefur skorað 65 mörk í 249 deildar og bikarleikjum með Aftureldingu frá árinu 2007. Síðasta mark hans kom í 3-1 sigrinum á Hetti þar sem sigurinn í 2. deildinni var tryggður síðastliðið haust. Hinn þrítugi Wentzel …
Hafliði Sigurðarson til liðs við Aftureldingu
Kant og miðjumaðurinn Hafliði Sigurðarson hefur gengið frá þriggja ára samningi við Aftureldingu. Halli hefur verið á láni hjá Aftureldingu frá Fylki undanfarin tvö tímabil en hann er nú kominn alfarið til félagsins. Halli skoraði sex mörk í ellefu leikjum þegar Afturelding vann 2. deildina í fyrra. Halli hefur í vetur verið í námi í Bandaríkjunum en hann er á …










