Afturelding fékk Álftanes í heimsókn í Mizunodeildum karla og kvenna í gærkvöld. Fyrri leikur kvöldsins var leikur kvennaliðanna. Fyrir leikinn var Afturelding í 4. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 12 leiki en Álftanes í því sjöunda með 12 stig eftir 15 leiki. Álftanes hefur þó verið á góðu skriði eftir áramót og var því von á spennandi leik. Afturelding …
Afturelding fær styrk til endurbóta á Vallarhúsinu
Afturelding hlaut á dögunum rausnarlegan styrk úr Samfélagssjóði KKÞ að upphæð 1.000.000 kr. Styrkurinn er veittur til endurnýjunar á húsgögnum og ýmiss konar búnaði í fundaraðstöðu Aftureldingar í vallarhúsinu að Varmá. Afturelding þakkar veittan stuðning en strax verður hafist handa við að efla fundaraðstöðu félagsins. Verkið verður að mestu unnið af sjálfboðaliðum innan úr félaginu á næstu vikum. Áhugsamir geta …
Elvar leikur með TVB Stuttgart á næstu leiktíð
Handknattleiksmaðurinn Elvar Ásgeirsson hefur samið við þýska efstudeildarliðið TVB 1898 Stuttgart til tveggja ára. Hann yfirgefur Aftureldingu eftir núverandi keppnistímabil og flytur til Þýskalands í sumar. Elvar dvaldi hjá Stuttgart-liðinu í nóvember við æfingar og í framhaldinu buðu forráðamenn félagsins honum samning sem nú hefur orðið að veruleika. Síðustu endarnir voru hnýttir fyrir helgina. Elvar er 24 ára gamall og hefur alla …
Öruggur sigur hjá Aftureldingu gegn Akureyri
Afturelding vann afar öruggan sigur á Akureyri, 30:22, í 15. umferð Olís-deildar karla í handknattleik að Varmá í dag. Aldrei lék vafi hvorum megin sigurinn félli því Akureyrarliðið stóð Mosfellingum langt að baki frá nánast fyrstu mínútu leiksins. Staðan í hálfleik var 16:12, Aftureldingu í vil, sem situr áfram í fimmta sæti deildarinnar, hefur nú 17 stig. Aftureldingarliðið tók völdin …
Góður árangur hjá Taekwondodeild Aftureldingar á RIG2019
Mynd:Tryggvi Rúnarsson Um síðustu helgi fór var haldið taekwondomót á vegum Reykjavik International Games í Víkinni í Fossvogi. Keppt var bæði í formum og bardaga og að vanda stóðu okkar keppendur sig með stakri prýði. Keppendur okkar fengu 19 gullverðlaun, 18 silfurverðlaun og 11 bronsverðlaun, en keppt var í öllum aldursflokkum. Áfram Afturelding
Veðurviðvörun
Áríðandi skilaboð frá slökkviliðinu. „Við hvetjum skóla og frístundastarfsemi í efri byggðum tli að fylgjast með veðri og mögulega fella niður æfingar sem hefjast eftir kl 15.00. Spáð er miklu hvassviðri frá kl. 15.00 og fram á nótt. Jafnframt að hvetja foreldra/forráðamenn barna undir 12. ára til að sækja börn eftir klukkan 15.00 ef þess er talin þörf.“ Allar knattspyrnuæfingar …
Jako – Tilboð í febrúar
Að því tilefni að keppnistreyjan er komin í hús og tilbúin afgreiðslu býður Jako Aftureldingarfólki upp á febrúar tilboð.
Telma Rut frábær fyrirmynd
Karatekonan Telma Rut Frímannsdóttir er gott dæmi um hvernig það að stunda íþróttir gerir okkur betri í hverju sem er. Telma Rut æfði, keppti og þjálfaði í mörg á með Aftureldingu auk þess sem hún keppti með landsliðinu. Hún er margfaldur íslandsmeistari í kumite og náði frábærum árangri í alþjóðlegum mótum. En hún æfði og keppti ekki eingöngu í karate heldur …
Sleggjan styður við Aftureldingu
Meistaraflokkur karla í handknattleik og Sleggjan hafa gert með sér styrktarsamning til næstu þriggja ára. Sleggjan er þjónustuverkstæði atvinnutækja og er nýlega tekið til starfa í Mosfellsbæ. „Stuðningurinn er afar dýrmætur afreksstarfi félagsins og alltaf gaman að sjá fyrirtæki í Mosfellsbæ leggja lóð sitt á vogarskálarnar og styðja myndarlega við íþróttastarf bæjarins,“ segir Haukur Sörli Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs karla í …
Pistill formanns Aftureldingar: Gaman saman
Nú þegar þorrablótshelgin er nýafstaðin er mér þakklæti efst í huga. Fyrst og fremst til þessa frábæra hóps sem skipar Þorrablótsnefndina, þessi hópur hefur nú starfað lengi saman með valinn mann í hverju rúmi og viðburðurinn gengur eins og smurð vél. Það er ómetanlegt að öllu leyti fyrir félag eins og Aftureldingu að hafa svo öfluga sjálfboðaliða í okkar röðum. …