SUMARNÁMSKEIÐ !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Góðan daginn Mosfellingar og gleðilegt sumar !

Flottur dagur í dag til þess að auglýsa sumarnámskeiðið okkar og opna á skráningar.
Við erum að reyna að setja námskeiðið upp svo að það virki sem best fyrir flesta og bjóðum upp á heilan dag sem er klukkan 8:00 – 16:00, einnig bjóðum við upp á námskeið fyrir og eftir hádegi.
Það er þá hægt að tengja önnur styttri námskeið inn í námskeiðið hjá okkur.
Við erum mikið að nýta fimleikasalinn okkar sem krökkunum finnst ekki leiðinlegt en við erum líka að föndra, fara út og skella okkur í önnur verkefni.
Það er opið fyrir skráningar á https://afturelding.felog.is/.
Fyrir frekari pælingar eða spurningar þá er hægt að hafa samband við okkur, fimleikar@afturelding.is.