Úrslitakeppnina að hefjast í blakinu.

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Karlalið Aftureldingar endaði í 4.sæti Mizunodeildarinnar eftir leiktíðina. Þeir leikir sem áttu að vera þegar keppnin var stöðvuð í mars var sleppt og notuð var Covid regla þar sem reiknað út meðaltal stiga fyrir hvern leik og þannig fundin út lokastaða.  Fyrirkomulag úrslitakeppninnar var einnig breytt þannig að öll lið taka nú þátt í. 9 lið spiluðu í Mizunodeildinni og …

Stelpurnar tóku silfur í Mizunodeild kvenna

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Deildarkeppninni  í Mizunodeild kvenna lauk í kvöld með þremur leikjum. Afturelding sótti Álftanes heim og unnu okkar stúlkur leikinn örugglega 3-0. Þeir leikir sem hefði átt að spila í Covid pásunni, eða fyrir 21.apríl var sleppt og náðist að klára 2/3 af deildarkeppninni. Var því notuð reikniregla sérsniðna að Covid ástandinu þar sem reiknað var út meðaltal stiga á hvern …

Aðalfundur Blakdeildar

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Aðalfundur Blakdeildar Aftureldingar verður haldinn mánudaginn 19. apríl kl 21:00 í Vallarhúsinu að Varmá ef aðstæður í þjóðfélaginu leyfa. Ef um samkomubann verður að ræða þá mun fundurinn fara fram rafrænt.

Afturelding komin á toppinn í Mizunodeild kvenna

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Afturelding tók á móti Þrótti Fjarðabyggð  í Mizunodeild kvenna tvisar um helgina og unnu stelpurnar báða leikina. Fyrri leikinn  á föstudaginn 3-0 og seinni leikinn á laugardaga 3-1. Með því tylltu stelpurnar sér á topp deildarinnar.

Afturelding kominn í úrslitaleikinn í Kjörísbikarnum !!!

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Strákarnir spiluðu  undanúrslitaleikinn í Kjörísbikarnum í dag og mótherjarnir voru HK. Háspennuleikur og frábær skemmtun  sem endaði í oddahrinu sem Afturelding vann örugglega og eru þeir því komnir í úrslitaleikinn.  Þeir spila kl 15:30  við Hamar og er leikurinn sýndur beint á RUV kl 15:30 ♥ Áfram Afturelding ♥

FINAL FOUR Í BLAKI – ÁFRAM AFTURELDING !!!

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Kvennaliðið í blaki spilar undanúrslitaleikinn í Kjörísbikarnum í blaki á föstudaginn kl 20:00 og spila þær við HK. Strákarnir spila síðan sinn undanúrslitaleik og einnig við HK á laugardaginn kl 16:00. Báðir leikirnir eru sýndir á YouTube rás Blaksambands Íslands. Úrslitaleikirnir verða spilaðir á sunnudaginn og verða þeir í beinni útsendingu á RÚV. Takmarkað sætaframboð er á leikina en setið …

Afturelding með bæði kvenna-og karlaliðið í FINAL 4 í Kjörísbikarnum í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Karlalið Aftureldingar í blaki drógst á móti KA í 8 liða úrslitum Kjörísbikarsins í blaki og fór sá leikur fram í dag, laugardag að Varmá. Búist var við hörkuleik þar sem þessi lið eru á svipuðum stað í deildinni. Afturelding kom þó mun ákveðnari til leiks og unnu þeir leikinn 3-0 og eru því komnir áfram í FINAL 4 í …

Stelpurnar komnar í FINAL 4 í Kjörísbikarnum

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Stelpurnar okkar spiluðu í 8 liða úsrslitum Kjöríssbikarsins í blaki í kvöld og fengu þær 1.deildar lið Fylkis í heimsókn.  Afturelding sigraði  leikinn örugglega 3-0 þar sem Thelma Dögg Grétarsdóttir var stigahæst með 18 stig og næst kom Steinunn Guðbrandsdóttir með 11 stig. Undanúrslitin verða spiluð föstudaginn 12.mars í Digranesi og verður dregið í þau á sunnudaginn eftir að síðasta …

Bikarmót unglinga í blaki.

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Bikarmót unglinga í blaki fór fram um helgina á Akureyri.  Keppt var í U14 og U16 í stúlknaflokkum og í U15 í drengjaflokki. Afturelding átti lið í U15 pilta og U16 stúlkna.  Talsverð fjölgun hefur orðið á yngri iðkendum í blaki í vetur og fögnum við því og bjóðum alla velkomna. Við hefððum nánast getað sent 2 stúlknalið  í U16 …

Blakið komið á fullt

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Keppni er komin á fullt hjá Blaksambandi Íslands og hefur Afturelding þegar spilað 2 leiki í mfl kvk og 2 leiki í mfl kk. Báðir kvennaleikirnir hafa unnist 3-0 og báðir karlaleikirnir hafa tapast. 3-0 og 3-1.  Því miður þá hefur karlaliðið verið frekar fámennt og þurfti að útvega menn í liðið á 11 stundu fyrir fyrsta leik liðsins  á …