Aðalfundur Handknattleiks Aftureldingar fer fram í kvöld, fimmtudaginn 28. mars. Fundurinn hefst kl. 20.00 og fer fram í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá fundarins: 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar ársins 2018 5. Kosning formanns 6. Kosning stjórnarmanna 7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar 8. Önnur mál Við hvetjum félagsmenn og allt áhugafólk um …
Sleggjumót UMFA – Íslandsmót 5. flokks karla | Eldra ár
Sleggjumót UMFA í handbolta fer fram að Varmá laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. mars. Leikjaniðurröðun mótsins má nálgast hér. Heildartími frá upphafi leiks til næsta leiks í hverri deild eru 40 mínútur. Leiktíminn er 2×15 mínútur og 10 mínútur eru á milli leikja. Allar upplýsingar um leiki og úrslit á mótinu má nálgast rafrænt hér á síðunni. Úrslit leikjanna verða …
Jafnt hjá Aftureldingu gegn FH
Afturelding mætti nýkrýndum bikarmeisturum FH í Kaplakrika í gærkvöld í Olís-deild karla. Leikurinn var í járnum lengst af og lyktaði að lokum með jafntefli 22-22 eftir æsispennandi lokamínútur. Afturelding hóf leikinn af miklum krafti og fékk ekki á sig mark fyrstu sjö mínútur leiksins. Liðið skoraði fjögur mörk á sama tíma og leiddu því 4-0. FH-ingar tóku sig þó saman …
Afturelding á toppnum þegar tvær umferðir eru eftir
Afturelding vann góðan útisigur á Fylki í Grill66-deild kvenna í handbolta í gærkvöld, 21-22. Afturelding hafði yfirhöndina í leiknum og komst best sex mörkum yfir. Staðan í hálfleik var 8-12 fyrir okkar konur. Mikil spenna var á lokamínútunum en Fylkir vann sig vel inn í leikinn. Afturelding náði að standast áhlaup Fylkiskvenna og fagnaði vel eins marks sigri. Kiyo Inage …
Parket lagt í íþróttahúsið að Varmá
Samþykkt var á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar í morgun að auglýsa útboð á endurnýjun gólfefna í íþróttasölum 1-2 að Varmá. Gert er ráð fyrir þar verði lagt gegnheilt parket á fjaðrandi grind í samræmi við minnisblað Aftureldingar sem lagt var fyrir bæjarráð. Skipt verður um gólf í sumar og mun gegnheilt parket leysa af hólmi dúklagt gólf á grind sem staðið …
Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna
Nú eru síðustu forvöð til að vitja vinninga úr jólahappdrætti meistaraflokks kvenna í handknattleik. Hægt er að nálgast vinninga hjá Vínilpartket að Desjamýri 8. Eða hringja í Öldu í síma 896-9605. Vinningaskrá má nálgast hér. Stelpurnar í meistarflokk þakka veittan stuðning
Afturelding áfram á toppnum eftir stórsigur
Afturelding er áfram í toppsæti Grill 66 deildar kvenna í handbolta eftir sannfærandi 36:22-útisigur á Fjölni á föstudagskvöld. ÍR er enn aðeins einu stigi á eftir, en ÍR hafði betur gegn Stjörnunni U, 31:24. Afturelding var með 18:12-forskot á Fjölni eftir fyrri hálfleikinn og hélt áfram að bæta í, eftir því sem leið á leikinn. Hin japanska Kiyo Inage var …
Byggingafélagið Bakki styrkir Aftureldingu myndarlega
Byggingarfélagið Bakki og Ungmennfélagið Afturelding hafa gert með sér samnings sem kveður á um að Bakki verði aðalstyrktaraðili barna- og unglingaráða í blaki, handbolta og knattspyrnu. Samningur þess efnis var undirritaður á þriðjudag þegar Afturelding mætti FH bikarleik að Varmá. Samningurinn markar tímamót en framvegis verða allar keppnistreyjur barna og unglinga í þessum íþróttagreinum eins. Iðkendur geta því notað sömu …
Afturelding mætir FH í bikarnum á þriðjudag
Næstkomandi þriðjudag, 19. febrúar, verður sannkallaður risaleikur þegar FH kemur í heimsókn í Coca Cola Bikar karla. Með sigri fara strákarnir okkar í undanúrslit bikarkeppninnar í Laugardalshöll! Einu skrefi nær bikarnum sem þeir ætla sækja heim. Síðast þegar þessi lið mættust skildu þau jöfn 25-25 í hörkuleik en liðin sitja hlið við hlið í Olís deildinni í 4. og 5. …
Afturelding á ný í toppsætið eftir frábæran sigur
Afturelding er komin aftur í toppsæti Grill 66-deildar kvenna í handbolta eftir nauman 29:27-sigur á Fram U að Varmá í gærkvöldi. Fram var með 14:12-forystu eftir fyrri hálfleikinn en Afturelding var sterkari í seinni hálfleik. Jónína Líf Ólafsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Aftureldingu og skoraði tíu mörk og Þóra María Sigurjónsdóttir gerði níu. Kiyo Inage bætti við sex. Hjá …