Róbert Orri valinn í lokahóp U17

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið landsliðshópinn sem leikur í úrslitakeppni Evrópumótsins sem leikin verður á Írlandi í næsta mánuði. Afturelding á einn fulltrúa í hópnum en það er Róbert Orri Þorkelsson sem hefur verið fastamaður í liði U17 ára liðsins í undankeppninni fyrir lokakeppni EM. Róbert hefur verið hluti af meistaraflokki karla síðustu misseri og lék …

Vorhátíð knattspyrnudeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna, Óflokkað

Meistaraflokkar knattspyrnudeildar Afturelding byrja sumarið á vorhátíð í Vallarhúsinu. Miðvikudaginn þann 24. apríl frá kl 19.00-22.30 Dagskrá: Leikmannakynningar  Ávarp þjálfara Spjallað og spekúlerað Man. Utd – Man. City á skjáunum Við hvetjum allt knattspyrnuáhugafólk í Mosfellsbæ til að koma og fagna komandi sumri með okkur. Sjáumst spræk.

Afturelding áfram í Mjólkurbikarnum

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding er komið áfram í 32-liða úrslit í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu. Leikið var á Varmárvelli við ágætar aðstæður. Selfoss komst yfir gegn Aftureldingu eftir vítaspyrnu á 21. mínútu. Hrvoje Tokic hefur verið iðinn við kolann í vetur og skoraði af punktinum. Ragnar Már Lárusson skoraði næstu tvö mörk leiksins fyrir Aftureldingu sitt hvorum megin við hálfleikinn. Á 72. mínútu jafnaði …

Birgitta Sól semur við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Markvörðurinn Birgitta Sól Eggertsdóttir hefur skrifað undir samning til næstu þriggja ára við Aftureldingu. Birgitta Sól kom til liðsins á dögunum frá Breiðablik og hefur spilað leiki Aftureldingar í Lengjubikarnum í ár. Birgitta fagnaði á dögunum 21.árs afmæli sínu en hún hefur leikið 42 leiki í meistaraflokki fyrir venslalið Breiðabliks, Augnablik. Þá á Birgitta leik með u19 ára landsliði Íslands. …

Aðalfundur knattspyrnudeildar 10. apríl

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Aftureldingar fer fram miðvikudaginn 10. apríl. Fundurinn hefst kl. 20.00 og fer fram í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá fundarins: 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar ársins 2018 5. Kosning formanns 6. Kosning stjórnarmanna 7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar 8. Önnur mál Við hvetjum félagsmenn og allt áhugafólk um knattspyrnu í …

Stúka reist við gervigrasvöllinn að Varmá

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Knattspyrna

Í bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun var samþykkt að ráðast í stúkubyggingu við gervigrasvöllinn að Varmá auk fleiri framkvæmda. Gert er ráð fyrir 300 sæta stúku en gerð er krafa um slíka stúku í leyfiskerfi KSÍ fyrir félög sem leika í Inkasso-deild karla. Afturelding á lið í bæði Inkasso-deild karla og kvenna í ár. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er samkvæmt kostnaðaráætlun um …

Afturelding semur við argentínskan varnarmann

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hefur gengið frá samningi við argentínska miðvörðinn Ivan Moran. Ivan kom til Aftureldingar á reynslu í byrjun mánaðarins og hefur spilað síðustu leiki í Lengjubikarnum. Ivan er 26 ára gamall en hann hefur á ferli sínum lengst af leikið í heimalandi sínu Argentínu. Ivan hefur einnig leikið í Grikklandi og í úrvalsdeildinni í Gíbraltar. Afturelding fagnar komu Ivan og …

Góður sigur Aftureldingar gegn Fjölni

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding mætti í gærkvöld Fjölni í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins. Afturelding var með fjögur stig fyrir leikinn en Fjölnir var með sjö. Bæði lið höfðu lokið þremur leikjum fyrir leikinn í kvöld. Afturelding leiddi í hálfleik með marki frá Jasoni Daða. Flóðgáttirnar opnuðust svo í seinni hálfleik. Jason Daði bætti sínu öðru marki við eftir fjórar mínútur en Guðmundur …

Andri Þór aftur í Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Andri Þór Grétarsson er mættur aftur í Mosfellsbæinn og mun leika með Aftureldingu í Inkasso-deildinni í sumar. Hann kemur á láni frá HK.  Andri Þór þekkir vel til hjá Aftureldingu en hann spilaði með liðinu í 2. deild síðasta sumar og hjálpaði liðinu að tryggja sæti sitt í Inkasso-deildinni. Trausti Sigurbjörnsson hefur spilað með Aftureldingu í vetur en hann meiddist …

Eyþór Aron og Róbert Orri í landsliðshópi U17

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Davíð Snorri Jónasson hefur valið hópinn sem keppir í milliriðlum undankeppni EM 2020. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Slóveníu og Hvíta Rússlandi og fara tvö efstu lið riðilsins áfram í lokakeppnina. Róbert Orri Þorkelsson og Eyþór Aron Wöhler hafa verið valdir í U17 ára landsliðshópinn. Til hamingju með valið strákar og gangi ykkur vel! Davíð Snorri Jónasson hefur valið hópinn sem keppir …