Heimaæfingar

Taekwondo Taekwondo

Það eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa núna. Við þurfum að takast á við það að geta ekki haft æfingar með hefðbundnu sniði. En við þurfum að halda iðkendum okkar við efnið, svo alla virka daga setjum við inn æfingu dagsins á iðkendasíðu Taekwondodeildarinar á Facebook. Æfingarnar standa saman af upphitun, styrk, þol og teygjum. Iðkendur setja svo …

Aðalfundur Taekwondodeildarinar

Taekwondo Taekwondo

Aðalfundur deildarinnar verður haldinn þann 23. mars nk. kl. 20:30 í vallarhúsinu að Varmá (húsið við frjálsíþróttavöllinn). Allir skuldlausir félagsmenn (forráðamenn barna) í deildinni hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi. Við hvetjum félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka þar með virkan þátt í starfi deildarinnar. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eru sérstaklega hvattir til að …

Valin til að keppa á HM í Danmörku

Taekwondo Taekwondo

Lisa Lents landsliðsþjálfari í Poomsae hefur valið átta einstaklinga til að keppa á Heimsmeistaramóti í Poomsae. Þar af eru fjórir frá Aftureldingu. Mótið mun fara fram í Herning í Danmörku 21-24 maí næst komandi. Keppendur frá Aftureldingu eru: Ásthildur Emma Ingileifardóttir Iðunn Anna Eyjólfsdóttir María Guðrún Sveinbjörnsdóttir Steinunn Selma Jónsdóttir Nú mun hefjast strangur undibúningur samkvæmt dagskrá landsliðssins. Við óskum …

RIG Meistarar

Taekwondo Taekwondo

Taekwondodeild Aftureldingar varð um helgina RIG meistarar. Mótið fór fram í Laugardalnum og var keppt bæði í Kyorugi (bardaga) og Poomsae (formum/tækni). Afturelding var stigahæsta liðið í samanlögðu og þar með félag mótsins. Keflavík var svo í öðru sæti og Ármann í því þriðja. Afturelding vann 18 gullverðlaun, 17 silfurverðlaun og 8 brons. Þetta er frábær árangur og sýnir hvað …

Norðurlandamót 2020

Taekwondo Taekwondo

Laugardaginn 18.janúar 2020 fór fram Norðurlandamót í Taekwondo í Osló, Noregi. Það voru 26 keppendur frá Íslandi á mótinu þar af 11 frá Aftureldingu. Þetta var stórt mót þar sem 350 keppendur voru skráðir í keppni í Kyrorugi (bardaga) og 317 í Poomsae (formum). Keppendur frá Aftureldingu stóðu sig mjög vel og komu heim með eitt gull, fimm silfur og …

Norðurlandameistari

Taekwondo Taekwondo

Arnar Bragason, yfirþjálfari Taekwondodeildar Aftureldingar, varð Norðurlandameistari í Kyrorugi (bardaga) á Norðurlandamóti sem fór fram 18.janúar í Osló, Noregi. Arnar keppti í flokki -80kg, 35 ára og eldri, þar keppti hann á móti 2 sterkum andstæðingum, báðum frá Svíþjóð. Arnar er einn af reynslumestu taekwondomönnum landsins og hefur keppt í aldarfjórðung í hópi þeirra bestu. Hann er yfirþjálfari deildarinnar hjá …

Taekwondo – æfingar fyrir alla

Taekwondo Taekwondo

Taekwondo – æfingar fyrir alla Agi Sjálfstraust Sjálfsvörn Þrek Liðleiki Samhæfing Góður félagsskapur Frábærir þjálfarar Æfingar á vorönn byrja 8. janúar, sjá stundatöflu hér. Hægt að prófa æfingar frítt í tvær vikur

Landsliðsúrtökur

Taekwondo Taekwondo

Föstudaginn 8. nóvember fóru fram landsliðsúrtökur fyrir landslið Íslands í Taekwondo Poomsae (formum). Landsliðsþjálfari Íslands Lisa Lents valdi 28 manns í liðið, af því eru 10 frá Aftureldingu. Þau eru: María Guðrún Sveinbjörnsdóttir Steinunn Selma Jónsdóttir Iðunn Anna Eyjólfsdóttir Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir Ásthildur Emma Ingileifardóttir Wiktor Sobczynski Regína Bergmann Guðmundsdóttir Aþena Rán Stefánsdóttir Daníel Viljar Sigtryggsson Aþena Rún Kolbeins Einnig …

Tvöfaldir Íslandsmeistarar í Taekwondo

Taekwondo Taekwondo

Helgina 19-20 október var haldið Íslandsmót í Taekwondo og fór Taekwondodeild Aftureldingar með sigur að hólmi og hlaut því tvöfaldan Íslandsmeistartitil. Á laugardeginum fór fram Íslandsmót í Poomsae (formum/tækni) og á sunnudeginum Íslandsmót í Kyorugi (bardaga). Á Íslandsmóti taka þátt iðkendur sem verða 12 ára á árinu og eldri. Þetta er frábær árangur og sýnir hvað þetta góða starf deildarinar …

Brons á Heimsmeistaramóti

Taekwondo Taekwondo

Þann 11. október 2019 keppti María Guðrún Sveinbjörnsdóttir á Heimsmeistaramóti í strandformum Poomsae (World Taekwondo Beach Championships 2019) sem fram fór í Egyptalandi. Hún fékk bronsverðlaun sem er ótrúlega flottur árangur. María keppti í flokki eldri en 30 ára og er þetta í fyrsta skipti sem íslendingar komast á pall í þeim flokki. Við óskum Maríu innilega til hamingju með …