Uppskeruhátíð Aftureldingar fyrir árið 2019 fór fram í Hlégarði í kvöld, 27. desember. Veittar voru fjölmargar viðurkenningar og íþróttafólk Aftureldingar útnefnt.
Þóra María Sigurjónsdóttir, handbolti og Þórður Jökull Henrysson voru útnefnd íþróttafólk Aftureldingar fyrir árið 2019. Bæði áttu þau frábært ár í sínum íþróttagreinum.
Þóra María Sigurjónsdóttir, handbolti:
Þóra María var valin best og besti varnarmaður í Grill66 deildinni tímabilið 2018-2019. Þóra var valin besti leikmaður Aftureldingar á síðasta tímabili og lék með U19 ára landsliði Íslands á stórmóti.
Nú nýverið var Þóra valin besti ungi leikmaðurinn í Olísdeildinni af sérfræðingum Seinni Bylgjunnar og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Þóra María leggur mikið á sig til að ná árangri og er frábær liðsfélagi. Hún er uppalin í Aftureldingu og frábær fyrirmynd fyrir yngri sem eldri iðkendur.
Þórður Jökull Henrysson, karate:
Karatemaður Aftureldingar er Þórður Jökull Henrysson. Árið 2019 er fyrsta heila keppnisár Þórðar með landsliði Íslands í karate. Hann er efnilegur karatemaður og hefur tekið stórstígum framförum á árinu. Hann er bæði Íslands-, GrandPrix- og RIG meistari í kata junior pilta, hefur verið í verðlaunasætum á alþjóðlegum mótum auk þess var hann hársbreidd frá Norðurlandameistaratitli. Hann er verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.
Veitt voru fjölmörg önnur verðlaun. Upptaling á helstu verðlaunum má sjá hér að neðan:
Vinnuþjarkur Aftureldingar 2019 – Anna María Þórðardóttir – Karatedeild
Anna María er alltaf með myndavélina á lofti á mótum, boðin og búin að vera starfsmaður á mótum, heldur utan um mótaskráningar fyrir okkur og er dugleg að pósta fréttum um viðburði. Situr einnig í nýskipaðri fjáröflunarnefnd Aftureldingar.
Hópabikar UMSK – Lið ársins 2019 – Meistaraflokkur kvenna í handbolta
Þessa útnefningu hlýtur lið meistaraflokks kvenna í handbolta sem sigruðu í Grill66 deildinni í handbolta sl. vor sem kom þeim upp í efstu deild.
Liðið lék frábærlega á síðasta tímabili og náðu frábærum árangri þökk sé mikill liðsheild. Meistaraflokkur kvenna í handbolta er lið ársins hjá Aftureldingu 2019.
Starfsbikar UMFÍ – Taekwondo deild Aftureldingar
Taekwondo deild Aftureldingar er búinn að stækka ört og verða sterkari og sterkari. Afturelding náði í ár (2019) að næla í alla bikarana sem eru í boð á Íslandi. Taekwondo deildin í Aftureldingu er Íslandsmeistari í bardaga, Íslandsmeistari í formum og einnig Bikarmeistari með því að vinna öll Bikarmót TKÍ á þessu ári. Þetta er búið að vera frábært ár hjá deildinni. Fyrir utan alla þessa titla þá hefur deildin 10 landsliðsmenn og 3 aðila i Talent Team sem er B-landsliðið. Hefur deildin meðal annars átt keppendur á Evrópumótum þar sem 2 keppendur lentu í 5-8 sæti í sitthvorri greininni, silfurverðlaunahafa á Evrópuleikum öldunga og bronsverðlaunahafa á Heimsmeistaramóti á þessu ári.
Hvataverðlaun Aftureldingar (Hvatningaverðlaun frá aðalstjórn Aftureldingar)
Meistaraflokksráð kvenna í knattspyrnu
Í ár hlýtur meistaraflokksráð kvenna í knattspyrnu þessi verðlaun. Í ár hefur komið inn mjög sterkur hópur einstaklinga inn í meistaraflokksráð kvenna sem hafa lyft umgjörð í kringum liðið á næsta stig.
Framundan eru bjartir tímar hjá meistaraflokki kvenna í knattspyrnu með þennan öfluga hóp að baki sér. Þessi hópur eru þau:
Sigurbjartur Sigurjónsson
Inga Rut Hjaltadóttir (gjaldkeri)
Ágúst Jóhannsson
Dagbjört Jónsdóttir
Kirstín Lára Halldórsdóttir
Ragnheiður Ásta Rúnarsdóttir
Sif Sturludóttir
Sigurður Arnar Hermannsson
Valgý Arna Eiríksdóttir
Tilnefningar til íþróttafólks Aftureldingar 2019
Blak
Alexander Stefánsson
Kristina Apostolva
Fimleikar
Ármann Sigurhólm Larsen
Isabella Ósk Jónasdóttir
Frjálsar
Guðmundur Auðunn Teitsson
Arna Rut Arnarsdóttir
Handbolti
Birkir Benediktsson
Þóra María Sigurjónsdóttir
Hjólreiðar
Eyþór Eiríksson
Karate
Þórður Jökull Henrysson
Oddný Þórarinsdóttir
Knattspyrna
Jason Daði Svanþórsson
Margrét Regína Grétarsdóttir
Sund
Sigurður Þráinn Sigurðsson
Birta Rós Smáradóttir
Taekwondo
Wiktor Sobczynski
Iðunn Anna Eyjólfsdóttir