Búningasamningur við Errea framlengdur.

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Búningasamningur Aftureldingar við Errea hefur verið framlengdur um fjögur ár. Í núverandi samningi við Errea sem gildir til haustsins er ákvæði um framlengingu hans ef báðir aðilar vildu skoða slíkt. Búninganefnd félagsins mælti með áframhaldandi samstarfi við Errea eftir að hafa skoðað hvað það táknaði fyrir félagið og var nýr samningur lagður fyrir formannafund og aðalstjórn félagssins sem staðfestu framlengingu á samningi. Á myndinni eru þeir Guðjón Helgason formaður Aftureldingar og Þorvaldur Ólafsson eigandi Errea að handsala framlenginu á samningnum að lokinni undirskrift hans.