Nýtt – Rafræn skilríki

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Skráningarkerfi Aftureldingar, Nori, hefur verið beintengdur island.is sem þýðir að forráðamenn nota nú rafræna auðkenningu eða rafræn skilríki til að auðkenna sig þegar þeir skrá iðkendur og sækja frísundastyrk sinn.
Rafræn skilríki eru öruggasta auðkenningin sem hægt er að nota á netinu. Það er einfalt og þægilegt að nota skilríkin þar sem ekki þarf að muna mismunandi notendanöfn og lykilorð heldur er valið eitt PIN-númer.
Að kröfu sveitarfélaga er nú ekki er hægt að ráðstafa frístundastyrk nema með rafrænni auðkenningu. Kjósi forráðamaður að skrá sig inn í Nora án rafrænnar auðkenningar getur hann gengið frá skráningu en ekki ráðstafað frístundastyrk. Með þessari breytingu geta geta forráðamenn í Reykjavík auk Mosfellsbæjar með rafrænni auðkenningu ráðstafað frístundastyrkjum beint til Aftureldingar. Hér má finna nákvæmar leiðbeiningar um skráningu iðkenda fyrir foreldra/forráðamenn.
Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu félagsins. Einnig veita gjaldkerar deilda upplýsingar ef spurningar vakna.
Framkvæmdastjóri.