Hreyfivika 21. – 27. sept.

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Afturelding tekur nú í annað sinn þátt í alþjóðlega verkefninu Move Week sem kölluð er Hreyfivika hér á landi. Verkefnið er sameiginlegt lýðheilsuverkefni sem margir aðilar koma að.  Auk opinna kynningartíma sem Afturelding býður upp á í vikunni eru fleiri aðilar hér í Mosfellsbæ sem bjóða upp á kynningar og hreyfingu eins og t.d. hestamannafélagið, ferðafélagið, líkamsræktarstöðvar, sundlaugar og fleiri sem sinna íþróttastarfi og líkamsrækt.
Við hvetjum foreldra til að kynna sér dagskrána og börn til að taka með sér vini á æfingar!
Þannig má segja að Move Week sé átak til að fá fólk til að hugsa um mikilvægi hreyfingar og vonum við að sem flestir komi í heimsókn í opna tíma til okkar. 
Ath.  Fimmtudaginn 24. sept. kynna deildir hér í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá starfsemi sína og svara spurningum um starfið í deildum félagsins.  Dagskrá Aftureldingar í Hreyfivikunni – sjá hér. Sjá einnig heimasíðu verkefnisins iceland.moveweek.eu – sjá viðburðir.
ij