Óvenjumörg sumarnámskeið fyrir börn standa til boða hjá félaginu í ágúst. Við hvetjum foreldra og forráðamenn að skrá börn sín í þessi námskeið og taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi í ágúst með okkur. 
Upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins undir www.afturelding.is undir flipum deilda og á fésbókarsíðum deilda. 
•	Handboltaskóli Varmá 2.- 5. ágúst og 8.- 11. ágúst.
•	Blakskóli blakdeildar Varmá og Lágafelli 15.-26. ágúst.
•	Fimleikaskóli fimleikadeildar Varmá 8.-14. ágúst og 15.-21. ágúst.
•	Sundnámskeið sunddeildar 8.-12. ágúst og 15.-19. ágúst.
•	Knattspyrnuskóli knattspyrnudeildar 2.-5. ág., 8. – 12. ág. og 15. – 19. ágúst.
•	Körfuboltaskóli körfuboltadeildar að Varmá 8. – 19. ágúst. 
•	Taekwondo – drekanámskeið að Varmá 8. – 19. ágúst. 
Allir ættu því að finna spennandi sumarnámskeið áður en hefðbundið vetrarstarf hefst í félaginu í byrjun september.
Framkvæmdastjóri.
  
	

