Ungmennafélagið Afturelding mun standa fyrir opnum fundi um íþróttamál í Mosfellsbæ þriðjudaginn 15. maí næstkomandi í Hlégarði. Fundurinn hefst kl. 20.00 og er allt áhugafólk um íþróttamál í Mosfellsbæ sérstaklega hvatt til að mæta.
Fulltrúar allra þeirra framboða, sem verða í framboði til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ síðar í maí, munu taka þátt í fundinum. Fundargestum mun gefast tækifæri til að spyrja frambjóðendur um þeirra markmið og sýn á íþróttalífið í Mosfellsbæ til næstu ára.
Fundarstjóri verður Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
Hvetjum Mosfellinga alla til að mæta til fundarins og taka þátt í því að gera góðan íþróttabæ enn betri.