Aðalfundur Aftureldingar var haldinn í Hlégarði þann 9. júní 2020. Hafsteinn Pálsson var fundarstjóri og Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi Aftureldingar var ritari. Auk hefðbundinna fundarstarfa kom Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og kynnti þarfagreiningu og hönnun Varmársvæðis en þetta verkefni var afmælisgjöf Mosfellsbæjar til félagsins á 110 ára afmæli þess.
Birna Kristín Jónsdóttir formaður bauð sig áfram fram til formanns og er því sjálfkjörin til eins árs. Auk hennar í stjórn sitja áfram Sigurður Rúnar Guðmundsson gjaldkeri, Erla Edvarsdóttir, Geirarður Long, Gunnar Skúli Guðjónsson auk tveggja nýrra stjórnarmeðlima þau Lára Berglind Helgadóttir og Reynir Ingi Árnason.