Aðalfundur Aftureldingar fór fram þriðjudaginn 20. mars í Krikaskóla. Um 50 manns sóttu fundinn og var Grétar Eggertsson fundarstjóri. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2017 var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Einnar milljón króna hagnaður var af rekstri aðalstjórnar félagsins og 15 milljón króna hagnaður hjá félaginu í heild sinni. Rekstur félagsins er nokkuð stöðugur og vel hefur tekist til við að rétta af fjárhag hjá nokkrum deildum innan félagsins.
Kosningum til aðalstjórnar var frestað þar sem allir aðilar nema tveir sem voru í framboði drógu framboð sitt tilbaka á fundinum. Við þær aðstæður var ljóst að ekki voru nægilega margir í framboði til aðalstjórnar og ákvað fundarstjóri að fresta kosningu. Boða þarf til aukaaðalfundar sem verður hann haldinn í apríl og verður auglýstur síðar.
Hér má sjá Ársskýrslu Aftureldingar 2017
Heiðursviðurkenningar voru veittar 23 einstaklingum á fundinum fyrir störf sín í þágu Aftureldingar. Vilborg Jónsdóttir var sérstaklega heiðruð og sæmd silfurmerki félagsins. Hún hefur starfað í áratug við bókhald hjá félaginu en hverfur nú til annarra starfa. Eru henni þökkuð góð störf og óskum við henni alls hins besta í þeim verkefnum sem hún tekur nú fyrir hendur.
Eftirtaldir aðilar voru heiðraðir á aðalfundi Aftureldingar 2018:
Brons:
Ágúst Örn Guðmundsson, Taekwondo
Anna Hilda Guðbjörnsdóttir, Knattspyrna
Brynja Georgsdóttir, Badminton
Einar Friðgeir Björnsson , Blak
Guðrún Elva Sveinsdóttir, Blak
Halldór Halldórsson , Knattspyrna
Haukur Skúlason, Taekwondo
Ingileif H. Leifsdóttir, Taekwondo
Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir, Knattspyrna
Jórunn Hafsteinsdóttir, Blak
Lilja Guðrún Lange, Blak
María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Taekwondo
Smári Jóhannsson, Sund
Susanne Freuler, Blak
Silfur:
Guðmundur Birgisson, Handbolti
Gunnar Guðjónsson, Handbolti
Einar Þór Magnússon, Knattspyrna
Finnur Ingimarsson, Blak
Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, Knattspyrna
Hafís Hrönn Björnsdóttir, Blak
Helena Sveinbjarnardóttir, Handbolti
Mundína Ásdís Kristinsdóttir, Blak
Vilborg Jónsdóttir, Aðalstjórn