Þannig er mál með vexti að úthlutunarreglur af þessum peningum eru með undarlegasta hætti sem skýrir sig þannig að hvert félag getur ótakmarkað skráð kennitölur í félagið – alveg sama þótt viðkomandi tengist félaginu ekki með nokkrum hætti. Þetta hefur orðið til þess að mun minni félög en Afturelding eru að fá mun stærri bita af þessum lottó tekjum.
Nú er komið að úthlutun þessara styrks og erum við hjá Aftureldingu að leita til ykkar, íbúa Mosfellsbæjar. Nú gefst tækifæri á að skrá sig sem félaga í Aftureldingu og í leiðinni að hjálpa félaginu til að fá hærri upphæð frá lottó styrknum.
Til að gerast félagi Aftureldingar vinsamlegast sendið nafn og kennitölu á umfa@afturelding.is fyrir 5. Janúar 2013. Engin skuldbinding er með þessari skráningu. Skráðir iðkendur innan Aftureldingar þurfa ekki að skrá sig. Félagsmenn yngri en 16 ára hafa tvöfalt vægi fyrir þennan styrk.
Þessi styrkur rennur til aðalsjórnar Aftureldingar sem síðan úthlutar styrk til allra deilda innan félagsins.