Um síðastliðnu helgi fór fram Bauhaus Junioren Gala mótið í Þýskalandi. Ísland sendi fjóra fulltrúa og eigum við í Aftureldingu einn af þeim. Erna Sóley Gunnarsdóttir kastaði 4 kg. kúlu 13.91 meter og setti í leiðinni nýtt aldursflokkamet í flokki stúlkna 16-17 ára sem og 18-19 ára. Þess má geta að þyngd kúlu sem Erna Sóley ætti að vera kasta miðað við aldur er 3 kg. Með þessu kasti bætti Erna Sóley eigin árangur um 54cm.
Á sama tíma voru þrettán iðkendur Aftureldingar að taka þátt í sínu fyrsta alþjóðlega frjálsíþróttamóti. Mótið var haldið í Svíþjóð og var árangur okkar fólks góður, einsog búast mátti við af þessum flottu fulltrúum okkar.