Meistaraflokkur kvenna varð í gær Íslandsmeistari eftir hörku viðureign við HK í úrslitakeppninni í blaki.
Kláruðu því stelpurnar úrslitakeppnina í þrem viðureignum sem sýnir styrkleika þeirra. Allir þrír titlarnir komu því í Mosfellsbæinn í ár, Deildarmeistarar, Bikarmeistarar og Íslandsmeistarar. Því má með sanni segja að veturinn sé fullkominn hjá meistaraflokki kvenna í ár. Innilega til hamingju stúlkur og stjórn blakdeildar.
ij
