Afturelding mun útnefna íþróttafólk félagsins fyrir árið 2019 á árlegri uppskeruhátíð sem fram fer í Hlégarði í kvöld. Viðburðurinn hefst kl. 18.00.
Veittar verða viðurkenningar fyrir íþróttakarl og konuársins 2019 ásamt vinnuþjark félagsins, Starfsbikar UMFÍ og hópbikar UMSK
Léttar veitingar verða á boðstólnum og mikil gleði. Við hvetjum alla iðkendur, foreldra, þjálfara og aðra Mosfellinga til að koma og gleðjast með íþróttafólkinu okkar.
Þau Andri Freyr Jónasson úr knattspyrnudeild Aftureldingar og María Guðrún Sveinbjörnsdóttur úr Taekwondodeild Aftureldingar voru valin íþróttamaður og íþróttakonu Aftureldingar fyrir árið 2018